Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 35

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 35
35 S T J Ó R N S Ý S L A dugleg að hasla sér þar völl. „Fyr- ir fáum árum voru það aðallega fyrirtæki á Suðurnesjum sem stóðu í slíkri starfsemi, en nú eru fiskverkendur um allt land farnir að herja á þessum miðum og eru að ná mjög góðum árangri. Lykil- inn að þessu tel ég vera gott fisk- veiðistjórnunarkerfi okkar Íslend- inga sem tekur mið af því að sjáv- arútvegsfyrirtækin hafi frelsi til athafna. Við finnum til þess að er- lendar þjóðir horfa sífellt meira til íslenska fiskveiðistjórnunar- kerfisins og eftir því sem fleiri taka leikreglur þess upp mun samkeppnin við okkur verða harðari,“ segir Ármann. „Það er mikið verðmæti fólgið í fyrirkomulagi fiskveiða hér við land og það er lykillinn að því að sjávarútvegur er sennilega hvergi í heiminum rekinn með eins hag- væmum hætti og á Íslandi. Þetta er mjög mikilvægt í því ljósi að sjávarútvegur er grunnstoð ís- lenska efnahagskerfisins. Þessu var Samfylkingin tilbúin að fórna í síðustu kosningum, talaði eins og það væri ekkert mál að stokka spilin upp á nýtt og setja allt efnahagslífið í fullkomna óvissu. Það er enginn spurning í mínum huga að ef Samfylkingin hefði komist að eftir síðustu kosningar þá væri sjávarútvegurinn í upp- námi núna. Flokkur sem telur sig eiga erindi í ríkisstjórn getur ekki gefið kosningaloforð án þess að ætla að standa við það sem hann segir.“ Ráðherrann á lokaorðið Ármann segir að á þeim sex árum sem hann hefur gegnt starfi að- stoðarmanns sjávarútvegsráðherra hafi andrúmsloftið í greininni breyst mikið. Menn nái betur saman og samvinna hagsmuna- hópa sé meiri en var. „Þarna skiptir miklu að nú starfa allir eftir einu og sama stjórnkerfi fiskiveiða, en jafn- framt vegur þungt að sjómenn og útgerðarmenn náðu kjarasamn- ingum. Að sá árangur náðist réð- ist af mörgu og sjálfsagt hafði það talsvert að segja að nýir menn komu að samningaborðinu og hægt var að horfa fram hjá vanda- málum fortíðar og fram á veg- inn,“ segir Ármann og bætir við að inngrip ráðherra í kjaradeilur sjómanna og viðsemjenda þeirra með lagasetningu hafi verið ein- hver erfiðustu viðfangsefnin í ráðuneytinu í sinni tíð. Sömuleið- is hafi kvótadómar skapað ákveðna óvissu sem ekki var þægileg. Sjávarútvegsráðherra þarf stöðu sinnar vegna víða að leggja orð í belg og flytja ræður um hin að- skiljanlegustu mál. Ármann segir að sú hefð hafi skapast að fyrir hvert slíkt tilefni komi ráðherra með helstu punktana í ræðurnar, sem aðstoðarmaðurinn skrifi að miklu leyti. Oft leggja sérfræð- ingar ráðuneytisins á einstaka sviðum í púkkið í krafti sérþekk- ingar sinnar. „Svo er farið yfir þetta að lokum. Stundum er ein- hverju breytt, en oft fara ræðurn- ar líka nánast óbreyttar í gegn. Ráðherrann sjálfur á alltaf loka- orðið,“ segir Ármann Kr. Ólafs- son að síðustu. Með ráðherra á ráð- stefnu. Starfið í sjáv- arútvegsráðuneytinu byggist ekki síst á al- þjóðlegum samskipt- um og í gegnum þá er íslenskra hags- muna hætti. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:09 Page 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.