Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 42

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 42
42 S J Á VA R Ú T V E G U R Í M Y N D L I S T „Það má segja að þegar íslensk myndlist hefst fyrir alvöru í upp- hafi 20. aldar hafi menn eins og Ásgrímur Jónsson og Kjarval að- allega verið að fást við landslag- ið,“ segir Gunnar J. Árnason, list- heimspekingur, sem starfað hefur sem listgagnrýnandi og meðal annars skrifað bók um Gunnlaug Scheving sem kom út á vegum Listasafns Íslands. „Á fjórða ára- tug síðustu aldar fara menn svo að fá leið á landslaginu og fara að spá meira í samfélagið og vinn- andi fólk. Þar spilar líka inn í kreppan, uppgangur sósíalismans og aðrar breytingar í samfélag- inu.“ Málarar snéru sér í ríkari mæli að lífinu við sjóinn og dæmi um verk frá þessum tíma er höggmynd eftir Sigurjón Ólafs- son sem gerð er á árunum 1934 - 1935 og sýnir konur við fiskstöfl- un. Þetta verk stendur á lóð Stýri- mannaskólans í Reykjavík. Jón Stefánsson málaði einnig á þess- um tíma nokkrar myndir af tog- urum og kolakrananum við Reykjavíkurhöfn og Þorvaldur Skúlason málar svo seríu af myndum sem sýna sjómenn og menn við vinnu við höfnina á stríðsárunum. „Kjarval gerði einnig nokkrar myndir sem falla í þennan flokk en á meðan aðrir málarar voru að mála út frá þjóð- félagslegum forsendum má segja að Kjarval hafi verið „mystískari“ þar sem bátur var kannski trúar- legt tákn og saltfiskkonurnar eins og huldukonur,“ segir Gunnar. Gunnlaugur Scheving þekkt- astur „sjávarútvegsmálara“ Sá málari sem líklega telst þekkt- astur þeirra sem fengist hafa við að lýsa sjómannslífinu er vafalaust Gunnlaugur Scheving. Hann er fæddur árið 1904, elst upp á Austurlandi og lærði málaralist- ina í Kaupmannahöfn. Þegar hann snýr heim frá námi helgar hann sig til að byrja með sveita- lífinu í myndum sínum og það er ekki fyrr en seinna sem hann fer að snúa sér að sjávarútveginum. Í upphafi seinna stríðs býður Sig- valdi Kaldalóns honum að dvelja hjá sér í Grindavík og þá málar hann fræga seríu sem sýnir lífið í þorpinu og við sjávarsíðuna. „Það er svo á stríðsárunum sem tvennt gerist sem verður til þess að Gunnlaugur fer að snúa sér meira að sjómanninum og lífinu um borð í fiskibátunum,“ segir Gunnar. „Gunnlaugur var feng- inn ásamt fleiri listamönnum til þess að myndskreyta umdeildar útgáfur Ragnars í Smára og Hall- dórs Laxness á Íslendingasögun- um. Myndir Schevings voru af sjóferðum víkinganna og í stað þess að mála skipin sjálf sýnir hann mennina um borð á veltingi um höfin. Árið 1944 er svo skipulögð sýning í tengslum við Lýðveldishátíðina og er Gunn- laugur fenginn til að mála mynd. Hann málar mynd af Ingólfi Arn- arssyni þegar hann kastaði önd- vegissúlunum en myndinni er hafnað og hún aldrei fullkláruð. Þessi mynd varð þó fyrirmynd að þeim sjómannamyndum sem síð- ar urðu til.“ Stórkallalegir fiski- menn í ölduróti Sjávarútvegurinn hefur ekki verið sérstaklega vinsælt myndefni ís- lenskra myndlistarmanna í gegnum tíðina, þrátt fyrir mikilvægi grein- arinnar í íslensku þjóðlífi. Segja má að menn hafi verið mun upptekn- ari af lífinu í sveitunum en af fólkinu við sjávarsíðuna. Nokkrar undan- tekningar eru þó á þessu og þar bera hæst verk Gunnlaugs Scheving, en hann náði eftirminnilega að fanga lífið um borð í fiskibátum í mynd- um sínum. Gunnlaugur Scheving. Bátur á heimleið. 1966. 200x300. Viðtal: Gunnar Reynir Valþórsson. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:09 Page 42

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.