Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 27

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 27
27 Æ G I S V I Ð TA L I Ð fiskafurðum eru orðnir almennt mjög lágir sem m.a. hefur valdið því að fiskafurðir eru orðnar hvað al- þjóðlegastar allra matvæla, því nær 40% af þeim fiski sem er veiddur og ræktaður er útflutningsvara. Einnig hafa þróunarlönd náð miklum árangri í þróun fiskvinnslu og framleiða nú yfir helming allra fiskaf- urða sem fluttar eru út í heiminum, en um 70% af útfluttum fiski er keyptur af Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og Japan. Einnig vil ég nefna að við fjöllum um veiðitækni og áhrif hennar á umhverfið svo og öryggi fiskiskipa. Ísland hefur unnið mikið að öryggismálum fiskiskipa innan Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í London. Þar hefur FAO einnig komið að málum og tekið þátt í að móta reglur um öryggi þeirra og aðstöðu um borð, en um þau mál gilda alþjóðlegir samningar. Við höfum fengið til liðs við okkur Íslending, Ara Guðmundsson, sem er sérfræðingur á þessu sviði, en hann starfaði áður hjá Siglingastofnun Íslands og verða þessi verkefni hluti af hans starfi hér hjá FAO.“ Umhverfismerkingar Eitt af þeim verkefnum sem fiskideild FAO hefur fjallað um á síðustu árum eru umhverfismerkingar á fiski. „Við tölum oft um bindandi alþjóðlega samn- inga sem „hörð lög“, þar sem slíkir samningar eru bindandi fyrir þau lönd sem undir þá rita. Svokölluð „mjúk lög“ eru að verða æ meira áberandi, en gott dæmi um þau eru lágmarksreglur um umhverfis- merkingar á fiskafurðum. Þær hafa ekki bindandi lagalegt gildi, það er algjörlega undir löndunum komið hvort þau vilja nota þær eða ekki. Þessar regl- ur kveða m.a. á um lágmarksskilyrði til þess að unnt sé að veita sjávarafurðum umhverfismerki. Til dæmis verður að vera traustur rekjanleiki vörunnar frá veiði- stað til verslunar og tryggja verður að veiðarnar hafi ekki mjög neikvæð áhrif á vistkerfið. Þessar reglur voru samþykktar á aðalfundi fiski- deildarinnar núna í janúar. Kristján Þórarinsson frá LÍÚ og Guðrún Eyjólfsdóttir frá sjávarútvegsráðu- neytinu komu að þessari vinnu og lögðu þau þar drjúgt að mörkum.“ Annað dæmi um „mjúkt“ tæki eru „siðareglur um fiskimál“, sem er grundvallarrit um allt það er lýtur að fiskveiðum, fiskeldi, vinnslu og markaðssetningu fiskafurða en þær voru samþykktar af FAO árið 1995 en er samt einungis leiðbeinandi þótt áhrif þeirra fari mjög vaxandi. „Þróunarlöndin líta svo á að ríku löndin séu sífellt að setja upp nýjar og nýjar kröfur - um umhverfis- merkingar, rekjanleika, bætt heilbrigðiseftirlit o.fl1. Þau kvarta yfir því að ekki sé fyrr komist yfir eina hindrunina en önnur spretti upp. Það er skiljanlegt að þróunarríkin vilji fara hægar í sakirnar því öll þessi mál krefjast sérfræðinga sem þau hafa takmark- aðan aðgang að“. Verslanakeðjurnar ráða ferðinni Varðandi umhverfismerkingarnar telur Grímur að ríkisstjórnir einstakra ríkja muni ekki ráða ferðinni. „Ég held að það verði fyrst og fremst stóru verslana- keðjurnar sem ýta á eftir umhverfismerkingum. Á Vesturlöndum hefur stærsti hluti matvöruverslunar- innar um árabil farið í gegnum þessar verslanakeðjur. Ef skoðað er hvernig hlutur stórra verslanakeðja hef- ur aukist í þróunarlöndum, á síðustu tíu árum, þá lætur nærri að hann hafi farið úr um 10% í 50-60% í flestum heimshlutum. Sem dæmi er bandaríski verslunarrisinn Wal Mart kominn með a.m.k 40 stórmarkaði í Kína, þar sem hagvöxtur hefur verið hvað mestur á undanförnum árum. Fyrr í vetur var ég á fundi samtaka matvörukeðja hér í Róm og þar kom fram að það er orðin krafa stórmarkaðanna að skrá uppruna á öllum matvörum sem verslanir í þess- um samtökum selja. Almennt telja þeir að neytendur geri vaxandi siðrænar kröfur til markaðskeðjanna, eins og til dæmis að þær séu ekki að selja fisk sem kemur úr ofveiddum fiskistofnum. Einn ræðumaður á fundinum orðaði það svo að „ímynd neytandans er okkar veruleiki“. Stórfyrirtækið Unilever hefur stigið það skref að selja ekki fisk nema hafa um það vit- neskju hvaðan hann kemur og ég er nokkuð viss um að aðrir stórir fiskkaupendur koma til með að gera slíkt hið sama.“ Vistfræðileg nálgun á fiskveiðistjórnun Grímur segir að meðal verkefna sem fiskideild FAO takist á við sé sem hann kallar vistfræðileg nálgun á fiskveiðistjórnun. „Í dag má almennt segja að fisk- veiðistjórnunin beinist að hverjum og einum stofni - þorskstofninum, loðnustofninum, rækjustofninum o.s.frv. Hin vistfræðilega nálgun tekur hins vegar mið af heildarsamhengi vistfræði hafsins - að stjórn- un nýtingar einstakra fiskistofna sé skoðuð í sam- Grímur Valdimarsson gegnir starfi forstöðumanns fiskiðn- aðarsviðs FAO í Róm. Mynd: FAO/G. Bizzarri. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.