Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 40

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 40
40 U M H V E R F I S M Á L „Já, svoleiðis kröfur eru víða uppi. Aðferðafræðin er sú hjá ýmsum náttúrverndarsamtökum að ef einhver tegund er talin í hættu einhvers staðar eigi að banna alfarið veiðar á henni. Til dæmis er það tvímælalaust svo að erfiðleikar með þorskstofninn í Norðursjó og Eystrasalti veldur okkur líka vandræðum. Í Svíþjóð gáfu náttúruverndarsamtök út til- mæli til fólks um að hætta að borða þorsk og þá var enginn greinarmunur gerður á því hvort þorskurinn væri veiddur á svæð- um þar sem hætta væri á ofveiði eða annars staðar. Náttúruvernd- arsamtök eru hins vegar mjög misjöfn - sum eru herská en önn- ur ekki. Sum þessara samtaka eru með órökstuddar dylgjur og taka engum rökum. Það þýðir hrein- lega ekki að eyða orku í að leið- rétta málflutning þeirra því reynslan sýnir að það hefur ekkert upp á sig. Í mörgum tilfellum eru náttúruverndarsamtök fjarri því að vera lýðræðislega uppbyggð. Fólk greiðir árgjald til samtak- anna, en hefur á engan hátt áhrif á uppbyggingu þeirra og starf- semi.“ Norrænt umhverfismerki Fiskifélag Íslands hefur á liðnum árum unnið markvisst varðandi áðurnefndar umhverfismerkingar. Meðal annars hefur sjónum verið beint að þeim möguleika að koma á sérstöku norrænu umhverfis- merki fyrir sjávarafurðir. „Við erum að leggja lokahönd á þessa vinnu þessa dagana og hún verður kynnt í sumar. Við sjáum síðan til með framhaldið. Allar þessar hugleiðingar um ábyrgar veiðar og umhverfismerki eiga upptök sín í siðareglum FAO um ábyrgar fiskveiðar, sem eru einskonar stjórnarskrá um fiskveiðar, en þær voru samþykktar árið 1996. Eitt af verkefnum Fiskifélagsins hefur verið að laga þessar reglur að ís- lenskum veruleika og við erum að leggja lokahönd á þá vinnu,“ seg- ir Pétur. Ályktun Fiskiþings um umhverfismál Umhverfismál voru mjög í brennidepli 64. Fiskiþings 8. apr- íl sl. Þar var bent á breyttar markaðsaðstæður í kjölfar auk- innar vitundar almennings um umhverfismál. Eins og Pétur bendir á hér að framan var fagnað kröfu almennings um að vel sé staðið að nýtingu villtra fiski- stofna og bent á að hagsmunir sjávarútvegs og neytenda fari saman í því tilliti. Lögð var áhersla á nauðsyn þess að móta al- þjóðlegar reglur um umhverfis- merki fyrir sjávarafurðir, eins og að framan greinir. „Íslendingar eru og verða um ókomna tíð afar háðir sjávarút- vegi. Sjálfbærni við nýtingu fiski- stofna er nauðsyn, sem allir gera sér grein fyrir. Íslendingum ber að vera umhverfisverndarsinnar í þeirri merkingu að góð og skyn- söm umgengni og nýting nátt- úruauðlinda er lykillinn að gæfu okkar og lífskjörum. Íslendingar hafa náð góðum tökum á fiskveiðum, fiskvinnslu og markaðssetningu. Þekking að- ila á þeim sviðum hefur lagt grunninn að velferð þjóðarinnar. Það er hins vegar mikilvægt að gera sér grein fyrir að gæfa og gengi sjávarútvegs ræðst nú að miklu meira leyti en áður af ástandi á mörkuðum. Samningar milli ríkisstjórna um aðgang að mörkuðum eru mikilvægir og að þeim hefur verið ötullega unnið mörg undanfarin ár. Alþjóðlegar reglur um verslun og viðskipti með sjávarafurðir eru oft á dag- skrá og skiptir okkur miklu hvernig til tekst. Það er einnig afar mikilvægt að greinin sjálf bregðist á trúverðugan hátt við þeim breyttu markaðsaðstæðum sem bent var á í ályktun 63. Fiskiþings. Krafa kaupenda og neytenda um trúverðugar upplýs- ingar um fiskstofna og nýtingu þeirra er vaxandi og þeim upplýs- ingum þarf að koma á framfæri.“ Komið að kaflaskilum Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, ræddi m.a. um um- hverfismerkingar á Fiskiþingi. Orðrétt sagði ráðherra: „Um- hverfismerki sjávarafurða eru þeg- ar í boði og má í því sambandi nefna Marine Stewardship Council. Þeir sem bjóða umhverf- ismerki hafa til þessa getað ákveðið einhliða hvað felst í merkjunum og haft sjálfdæmi um skipulag merkinga og fram- kvæmd. Þannig hefur fram- kvæmd og eftirlit verið á einni hendi og slíkt fyrirkomulag gengur ekki upp. Með samþykkt FAO var tekið á þessum þáttum og merkingunum settar efnislegar reglur. Þrátt fyrir að reglur þessar séu í grunninn leiðbeinandi setja þær í raun staðal því ólíklegt er að kaupendur merkja fallist á að láta seljendum þeirra eftir sjálf- dæmi um skipulag og fram- kvæmd þegar FAO-reglurnar kveða á um óháða faggildingu og vottun þriðja aðila. Til þess að neytendur sjávaraf- urða verði upplýstir um hvort fiskistofnar séu nýttir með sjálf- bærum hætti, þarf að tryggja að umhverfismerkin séu trúverðug og byggi á sama grunni. Seljend- um sjávarafurða þarf einnig að tryggja öryggi í samskiptum við þá sem bjóða merki. Hið sama gildir um seljendur merkja. Regl- urnar eru þeim leiðsögn um inn- tak, stofnanalegt skipulag og framkvæmd frá öllum aðildarríkj- um FAO. Og hvað gerist nú? Ég tel að komið sé að kaflaskilum og nú sé það ykkar sem starfið í sölu og markaðssetningu sjávarafurða að nýta þessa vinnu til sóknar á mörkuðum. Þó boltinn sé nú hjá ykkur hvað umhverfismerkingar varðar er ráðuneytið engan veginn hætt að sinna verkefnum þessu tengd- um. Nú er unnið að uppbygg- ingu öflugrar gagnaveitu um málefni hafsins þar sem upplýs- ingar um sjálfbæra nýtingu, holl- ustu og heilnæmi sjávarafurða eru settar í öndvegi. Veitan mun auð- velda alla fræðslu til þeirra sem láta sig þessi mál varða. Ef vel tekst getur upplýsingaveitan orð- ið ómetanlegt tæki í markaðs- sókn. Einnig þegar við þurfum að spyrna við fótum gegn þeim sjón- armiðum að allt sé að fara á versta veg er snertir ástand og nýtingu heimshafanna og vinna gegn þeirri bábilju að vernd og nýting fari ekki saman.“ Auk Péturs Bjarnasonar starfar Jón Skjöldur Karls- son, rekstrarfræðingur, sem verkefnastjóri hjá Fiskifélagi Íslands á Akureyri. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:09 Page 40

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.