Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 47

Ægir - 01.05.2005, Blaðsíða 47
Póllandi í umfangsmiklar breyt- ingar sem voru hannaðar af Alfreð Tulinius hjá ráðgjafafyrirtækinu Nautic ehf. í samráði við Rúnar Þór Stefánsson útgerðastjóra HB Granda hf. og var framkvæmdin í höndum verktakafyrirtækisins Nordship í Gdynia. Breytingarnar miðuðu að því að búa skipið til veiða og vinnslu á uppsjávartegundum svo sem síld, loðnu og kolmunna. Sömuleiðis var íbúðum skipsins breytt frá því að vera fyrir 120 manna áhöfn til að henta þeirri 26 manna áhöfn á Engey. Þá voru ýmis rými og kerfi skipsins aðlöguð og lagfærð. Kælitankar Fyrir breytingar voru kælitankar fyrir hráefni í skipinu takmarkað- ir við fjóra sjókælitanka með sam- tals rúmtak um 465 m3. Til að auka móttökurými á hráefni úr sjó var hefðbundin fiskmóttaka skipsins, sem var um 180 m3, dýpkuð niður á neðra vinnsluþil- far. Þannig var botn fiskmóttök- unnar lækkaður niður sem nemur einu þilfari og hún gerð að tveim- ur aðskildum krapakælitönkum með um 220 m3 rúmtaki hvor, eða um 440 m3 samtals. Þannig er skipið nú með samtals um 905 m3 fyrir hráefni í 6 aðskildum kælitönkum. Annar krapakælitankurinn þjónar hlutverki hefðbundinnar fiskmóttöku við veiðar á bolfisk- tegundum. Þannig er sá tankur útbúinn með lúgur niður við neðra fiskvinnslurými fyrir mót- töku á bolfisktegundum til full- vinnslu á því fiskvinnslurými. Fiskvinnslurými Neðra fiskvinnslurými var tæmt af öllum fyrri búnaði. Dýpkuð fiskmóttaka, sem nú tekur aftari hluta af þessu rými, minnkaði flatarmál þessa vinnslurýmis úr 430 m2 niður í 290 m2. Í þessu vinnslurými eru nú staðsett fjögur lárétt frystitæki sem nýst geta til frystingar á bol- fisktegundum. Auk þess var á þessu svæði sett upp nýtt vacuum kerfi fyrir færslu á hráefni á milli sjókælitanka og krapatanka eða til færslu á hráefni til vinnslu á efra vinnsluþilfari. Nýja vacuum kerfið fyrir hráefnisfærslu er frá MMC-Tendos og samanstendur af 3200 lítra vacuum tanki, 2 press- um og nýju 12“ rörakerfi fyrir alla tanka, ásamt dælukerfi fyrir blóðvatn. Allur fyrri vinnslubúnaður skipsins var fjarlægður á efra vinnslurými, sem er samtals 1230 m2, og var það allt sandblásið og klæðning í síðum og lofti var end- urnýjuð. Ýmsar röralagnir á milli- þilfari voru aðlagaðar að nýju vinnslufyrirkomulagi. Búnaðurinn á efra vinnsluþilfari er fyrir vinnslu á uppsjávarfisk- tegundum - síld, loðnu og kolmunna - og eru vinnsluafköst um 200 til 250 tonn á sólarhring. Á efra fiskvinnslurými var reist nýtt afmarkað svæði fyrir tuttugu nýja frysta. Frystarnir eru 36 stöðva lóðréttir frystar frá Optim- 47 N Ý T T S K I P Fi sk if ré tt ir /G u te n b er g L jó sm . A lf o n s Fi n n ss o n ENGEY RE 1 Óskum HB Granda og áhöfn til hamingju með glæsilegt nýtt skip KÆLITÆKNI Rauðagerði 25 108 Reykjavík S: 568 4580 Fax: 568 4585 www.cooltech.is Um borð er krapakerfi frá aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:09 Page 47

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.