Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2005, Page 27

Ægir - 01.09.2005, Page 27
27 S M Á B Á TA R Í ályktun aðalfundar LS um líf- ríki á grunnslóð er lýst áhyggjum með þróun mála. Minnt er á að breytt göngumynstur loðnu ásamt viðvarandi viðkomubresti sandsílis hafi haft mikil áhrif á vaxtarhraða og veiðanleika þorsks á grunnslóð. Einnig hafi þetta ástand haft áhrif á varp fugla á svæðinu. Í ályktuninni er lýst undrun á „sinnuleysi Hafrannsóknastofnun- ar þegar kemur að rannsóknum á ástæðu fyrir þessum breytingum. Þrátt fyrir að Hafrannsóknastofn- un hafi til að bera marga mjög hæfa starfsmenn á sviði sjávarlífs- fræði, virðist áhugi og getuleysi vera allsráðandi þegar kemur að því að rannsaka og útskýra nátt- úrulegar sveiflur og hvort samspil sé á milli veiða og veiðarfæra, eins og t.d. flottrolls og sumarveiði á loðnu sé að ræða,“ segir í ályktun- inni. Lögð er áhersla á að aukinn kraftur sé settur í öflun átu- og svifsýna á grunnslóð til að saman- burður á grunnþáttum vistkerfis- ins milli ára sé til staðar fyrir framtíðarrannsóknir. Grásleppuveiðum verði áfram stýrt með dögum Í ályktun um grásleppumál er lagt til að veiðum verði áfram stýrt með dögum. Við ákvörðun um dagafjölda verði tekið tillit til ástands veiðistofns og horfa í markaðsmálum. Upphaf veiði- tíma verði 1. mars og lok 15. ágúst. Hverjum bát sem leyfi hafi til grásleppuveiða verði úthlutað ákveðnum fjöldi daga sem nýtast skulu samfellt innan veiðitíma- bilsins. Lýst er vonbrigðum með verðlagsmál á grásleppuhrognum í lok síðasta veiðitímabils og talið brýnt að leita allra leiða til að finna nýja markaði fyrir afurðirn- ar, meðal annars með því að Cavka verkefninu verði fram haldið. Þá er forystu LS falið að halda áfram að leita leiða til að tryggja hlutdeild grásleppuveiði- manna á Íslandi í heildarafla með samningum við aðrar veiðiþjóðir og jafnframt er lagt til að grá- sleppubátum verði heimilað að landa skarkola og skötusel utan kvóta sem meðafla. Línuívilnun verði aukin í 25% Smábátamenn ályktuðu um línu- ívilnun og skoruðu á sjávarút- vegsráðherra að tegundir í línu- ívilnun sem ekki nást flytjist al- farið yfir á næsta kvótaár og verði nýttar til hækkunar á þeirri pró- sentu sem fari til ívilnunar. Einnig ákvað fundurinn að skora á ráðherra að auka línuíviln- un í 25% og skerði ekki afla- heimildir annarra skipa. Línu- ívilnun nái til allra línubáta sem róa í dagróðrum, hvort sem um er að ræða handbeitingu, trektar- beitingu eða vélarbeitingu. Línu- ívilnun verði að hámarki 500 þorskígildi í hverri veiðiferð. Auk þessa beindi aðalfundur LS því til sjávarútvegsráðherra að einfalda eftirlitskerfi línuívilnun- ar þannig að símakrókur, eitt af þremur eftirlitskerfum, verði tek- inn af og notast verði við sjálf- virka eftirlitskerfið og eftirlit hafna í staðinn. Eftirlit með eftirlitinu Í ályktun aðalfundar LS um skipaskoðun er lýst óánægju með að með tilkomu óháðu skoðunar- stofanna sé komið „nýtt eftirlit með eftirlitinu þar sem starfs- menn Siglingastofnunar eftirlíta skoðunarskýrslur starfsmanna skipaskoðunarstofanna og koma með athugasemdir við þeirra vinnubrögð. Einnig hefur allur tilkostnaður margfaldast við þetta breytta fyrirkomulag öfugt við markmið stjórnvalda að gera skipaskoðunina ódýrari.“ Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda: Starfsemi Hafró verði endurskoðuð Á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda voru ýmsar ályktanir sam- þykktar. Þar á meðal var skorað á stjórnvöld að endurskoða starfsemi Hafrannsóknastofnunar og fá fleiri aðila til sjálfstæðra hafrannsókna. Í ályktun aðalfundar Landssambands smábátaeigenda er m.a. lagt til að línuívilnun verði aukin í 25% aegir9sept2005 7.11.2005 18:18 Page 27

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.