Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Page 16
Síðar í ræðu sinni minnist herra Fritsch nijög vinsamlega á
dr. Benes og lýsir að lokuin hinni vinsamlegu samvinnu Tékka
og þýzka minnihlutans.
Það, sem umfram allt virtist einkenna viðhorfið til uppeldis-
og skólamalanna i Tékkóslóvakiu, var liin lieita trú á lýðræðið
og á persónugildi cinstaklingsins. Þessi sannfæring, sem í raun
og veru er óaðskiljanleg trúnni á lýðræði, sem er meira en nafn-
ið tómt, um að framtið þjóðarinnar byggist á því, að einstak-
lingarnir fá ineð skynsamlegu uppeldi þroskað hæfileika sína
svo sem auðið má verða, til þess að þeir geti orðið i senn
starfsglaðir og hamingjusamir í einkalifi sínu og hugsandi sam-
taka þegnar siðferðilegs menningarþjóðfélags.
Samkvæmt fregmnn frá Prag um og el'tir miðjan október síð-
astl. hafði þá 3000 skólum í Súdetahéruðunum verið lokað, en
G000 kennarar höfðu flúið yfir landamærin atvinnulausir og
eignalausir.* En alvarlegast er þó máske það, að lýðræði hinn-
ar frjálshuga og friðelskandi þjóðar hel'ur verið skert, og fjár-
hagsgrundvellinum raskað. Má Iiúast við að það hafi hinar al-
varlegustu afleiðingar, einnig fyrir menningamiálin, alls staðar i
landinu.
Hér hefur verið vikið að þeim tveim atburðum frá Mið-Ev-
rópu, sem mest mntal og athygli vöktu á árinu sem leið, og
einkmn bent á áhrif þeirra á vissa jiælti menningarmálanna.
Af öðrum stórviðburðum ársins koma mönnum sjálfsagt fyrst
i hug styrjaldirnar á Spáni og i Kína og Gyðingaofsóknirnar
í Þýzkalandi. Ógnir allra þessara atburða hafa vakið hrylling
meðal heiðarlegra nianna um gervallan heim. En geigvænlegast
af öllu er máske liinn þrotlausi áróður fyrir einræði og kúgun
i þeim lönduni, sem enn eiga við frelsi að búa, og svo hitt, hvað
fólkið virðist víða liggja hundflatt fyrir þessum áróðri. Lífs-
speki Filippusar Makedoníukonungs, að sú borg sé auðunnin,
þar seni asni klyfjaður af gulli kemst inn um borgarhliðið, sýn-
ist enn vera í fullu gildi. Með asnaklyfjum liins alþjóðlega gulls
er mörgu hægt að koma til vegar. Og í hverju landi virðast
vera til menn, sem eru reiðubúnir að svíkja þjóð sína fyrir fé
eða völd. Og þvi meiri sem fáfræði og þekkingarleysi almenn-
ings er, þeim mun greiðfærari er vegur blekkinganna. Þess vegna
eru lika skólar, lilutlausar vísindastofnanir, frjálslynd bókaút-
gáfa og önnur fræðslutæki almennings venjulega óþægilegir þyrn-
ar í augum þeirra, sem liafa persónulegan liag af þvi að vefja
almenningi um fingur sér.
* The schoolmaster, 13. okt. ’38; L’ÉcoIe libératrice, 22. okt. ’38.
14