Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Page 21
rritinu og meiri heildarsvipur en áður, enginn halelújastemmdur trúartónn, sem stundum hefur lýtt það í mínum augum, efnisvalið vitnar um allsgáðan, víðsýnan og markvisan vilja til leiðsagnar um öngþveiti nútimans. Mér verður að bera það saman við árs- rit annarra skyldra félaga, svo sem Skírni og Andvara, og það verð ég að segja, að Rauðir pennar tapa ekki á þeim saman- burði, án þess ég vilji þó níæla aukatekið orð hinum æruverðu ritum til lasts. Megingjarðir Rauðra penna eru að þessu sinni ritgerðirnar. Af skáldskap hefur ritið stundum áður flutt meira en nú. lvvæði þeirra Jóhannesar úr Kötlum og Guðm. Böðvarssonar eru hæði ágæt, hvort á sína vísu, kvæði Jóhannesar aRt voldugra og breið- ara í sniðum, hitt rikí að stemmningu og með fáguðu handbragði smekkvíss listamanns. Báðir eru skáld góð. Um hinar haglegu slungnu orðgátur Steins Steinars vil ég helzt ekki láta i ljós neina skoðun. Steinn hefur áður sýnt, að hann getur ort góð kvæði, ef hann vill það við hafa, en í sambandi við ljóðagerð hans verður manni oft á að spyrja sjálfan sig: Er þarna nokkuð á hak við? Eða á þetta viravirki orða og stemmninga sinn blekkjandi tilgang í sjálfu sér? Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar á dýflissukviðu Oscar Wildes hefur ekki orðið mér auðmelt, svona i svip. Sögur þeirra Stefáns Jónssonar og Sigurðar Helgasonar eru báðar sæmilega gerðar, án þess að vera stórbrotinn skáldskapur. Saga Stefáns lumir á skemmtilegri meinhæðni, sem lyftir henni yfir flat- neskjuna. Hin er borin af rikri, lágmæltri samúðarkennd með þeim, sem bágt eiga. En ritgerðirnar eru, sem sagt, máttarviðir þessa bindis. Og þar átt þú, ritstjóri góður, bróðurpartinn. Eg skal lofa þér því, að stilla gullhömrunum i hóf, en um ritgerðir þínar verð ég þó að segja, að þær eru hver annarri betri. Sem bókmenntaskýr- andi á ritum H. K. Laxness átt þú engan þinn líka — þessa merkilega tímamótamanns og nýskapanda í íslenzkum bókmennt- um, sem því miður verður enn að stangast við illkleifa múra þjóðlegrar kotungsliyggju, þröngsýni og þéttheimskrar skilnings- tregðu og þola siendurteknar yfirheRingar fávislegs kerRnganöld- urs. Með skýringum þinum opnar þú fyrir okkur þessi skáldrit, svo að nú Rggur það í skæru Ijósi, sem áður náði tæplega lengra cn til undirvitundarinnar. Um flestar hinna ritgerðanna er einnig bara gott að segja. Rit- gerð Gunnars Benediktssonar er mjög athygEsverð og auk þcss bráðskemmtileg. Stefán Einarsson skrifar glöggan og greinagóð- an pistil um Einar H. Kvaran. Þýðingu Eiriks Magnússonar hef 19

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.