Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Qupperneq 26
Eldgamla ísafold, Þú nafnkunna Iandið og Fljótshlíð má taka
þjóðsöng Stefáns (Þótt þú langförull), Útlegðin, margt i Heim-
leiðis og víðar, og finna alls staðar hliðstæður. Jafnvel við kvæði,
sem Bjarni vildi ort hafa, eins og Gunnarshólma, eða sumt í
forneskjurómantik Gríms Thomsen, sem er Bjarna skyld, mætti
finna hliðstæður i fjölmörgum hetjuljóðum Stefáns. Á móts við
tignun Bjarna á fegurð vetrar og dauða, hefur Stefáu hins vegar
fátt, þó að Vetur hans sé táknandi kvæði; vorfögnuður hans
kemur aftur í staðinn, þrunginn af rómantik.
Tákna ekki timaskiptin, sem margir eru nú að verða varir,
að Stefán verði 20. öld það, sem Bjarni varð þeirri 19.? Er
það ekki eitt af táknum timans, að Heimskringla varð til þess
að ljúka útgáfu ljóða hans?
í VI. bindi eru þessir flokkar: I. Glæður (Stakar lausavísur),
II. Skin og skýjadrög (Tíðarfar og veður), III. Sú var tíð (Eftir-
mæli og sveitaljóð), IV. Láð og lögur (Náttúrulýsingar), V. Eng-
ar ýkjur (Kvæði um ýms viðfangsefni), VI. Glettur og góðmæli
(Heillaóskir og hnýfilyrði), VII. Erfðir (Úr sögum og sögnum),
VIII. Vökulok (Síðustu Ijóð skáldsins). Mörg • skáld forðast að
flokka ljóð sín i útgáfum eftir efni til að auglýsa ekki fátækt
sina. Auðlegð Stefáns þolir skipting. Hann er aðeins fátækur af
Ijóðunum, sem hann lýsir þannig:
Hvað mér leiðast ljóð
leikin öll á kveini,
eintóm hríðahljóð,
hrygluköst með veini,
— gremjulega góð —.
Tilkomumestur í heild er VII. kafli, og virðist þar mest spunn-
ið i kvæðin Erfðir og Þiðrandakviðu. Úr öðrum köflum má benda
á eins sundurleit góðkvæði og Sæunni, Stafnbúann, Mannheima,
eftirmæli Courmonts, Smalabyrgið, Vísurnar, sem „Hkr.“ neitaði
og ýms brot í Vökulokum.
Um þessi kvæði má e. I. v. Segja, að þar komi sjaldan fram
fullgerður, sigildur skáldskapur, lúður og langspil snillingsins
þagni smátt og smátt í brotum, slitróttum tónum, en þess á milli
heyrist öldungshjal, einkennilegt að visu og spaklegt fram í dauð-
ann, — en þannig, að það skilst jafnvel ekki fyrr en marglesið
og borið saman við eldri ljóð.
En það er ómetanlegt að geta fylgzt með skáldinu, sem skynj-
aði í rómantisku raunsæi íslenzkan aðal í týpum eins og llagn-
heiði litlu, Fótaskinnshagyrðingnum, Jóni lirak, Hrafnistu-Grimi
24