Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Síða 27
— og íslenzka framtíð betra mannfélags, nóttlausa voraldarver- öld, þar sem víðsýnið skín. Björn Sigfússon. Steinn Steinarr: Ljóð. Bókaútg. Heimskringlu. 1937. Steinn Steinarr er ungur maður, tuttugu og sex eða sjö ára gamall, og þetta er önnur bókin, sem út kemur eftir hann. Sú fyrri komi út fyrir tveim árum eða þrem, að mig minnir, og hlaul i skírninni nafnið: „Þar rauður loginn brann“. Um ytri frágang þessarar síðari bókar, sem í haust er væntanleg í ann- arri útgáfu*), er það að scgja, að hann er mjög vandaður, eins og á flestu því, sem Heimskringla gefur út, mætti kannski segja full íburðarmikill. En sleppum því. „Guð litur á hjartalagið, en ekki fötin,“ stendur einhvers staðar skrifað, og er það gott til eftirbreytni, ekki sízt fyrir ritdómara. Og hvert er þá hjarta- iag þessarar ríkmannlega klæddu hókar, sem telur 82 síður og 42 kvæði? Ég gæti trúað, að ýmsir andlegir hærukollar, sem lesa ljóð okkar þekktari skálda og teija sig liafa vit á þeim, svöruðu þessari spurningu, að lestri kvæða Steins Steinars loknum, eitt- hvað á þá leið, að um hjartalag sé ekki að tala, þar sem ekkerl hjarta sé til, — þar sem ekkert sé að finna, utan eyðilegar bókar- hlaðsíður með nokkrum ruglingslega niðurröðuðum orðum um ekki nokkurn skapaðan hlut. — Ég get ekki fallizt á, að Ljóð Steins gefi ástæðu til þessarar fyndnu speki, sem ekki er fritt við, að ég hafi heyrt viðhafða af ákveðnu fólki. Mörg kvæðin eru að vísu líkust ófullgerðum brotum, — rissmyndum, sem gerðar liafa verið i flaustri upp á gráan múrvegg og síðan hefur verið málað yfir af meistaranum sjálfum, af því að hann varð skelkaður við að sjá, hvað þessi andlit á veggnum voru sjúkleg og þreytt, og það voru hans eigin augu, sem horfðu úr þeim öllum. Þannig kemur höfundur fram í kvæðinu „Sjálfsmynd", og meginþorrinn af ljóðum hans er einmitt gerður i svipuð- um stíl. Þó finnast þar einnig formföst og heilsteypt verk inn- an um. Tveir eiginleikar virðast togast á i skapgerð höfundar og setja sinn hlæ á listaviðleitni hans. Annars vegar er hinn viðkvæmi, þreytti og sjúki einstæðingur, sem hungrar eftir ijósi og yl og samúð og viðurkenningu meðbræðra sinna, hins vegar hinn stolti, en tötrum klæddi öreigasonur, sem dylur tilfinningar *) Sú útgáfa er þegar komin i bókaverzlanir. 25

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.