Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Qupperneq 31
og veru viðhorf þeirra við lífinu, þvi að bókmenntirnar verða
aevinlega tengdar því, og ættu vissulega að vera í þjónustu þess
fegursta, sem lífið á. í minum augum er það hlutverk bókmennt-
anna að þroska einstaklinginn, gera honum kleift að koma auga
á fegurðina og vekja hjá honum þrá eftir fullkomnara lífi, gera
menn, ef svo mætti segja, alveg friðlausa, þar til þeir hafa hai'-
íð leitina að nýjum sannleika og starfið í þágu hans á meðal
fólksins.
Fram til skamms tíma voru fornsögur okkar þær einu bók-
menntir, sem þjóðin átti kost á, og þær voru lesnar af verð-
skuldaðri hrifningu. En nú er fjöldi fólks, sem ekki vill lesa
J»ær. Þær þykja ekki nógu „spennandi". í þess stað sækja menn
í miður vandaða nútíma reyfara sitt andlega uppeldi. Eg lield,
að þjóðin eigi enn að lesa fornsögur okkar og lesa þær á kostn-
að reyfaranna. tíildi þeirra er meira, mál þeirra fegurra. Þær
eru þjóðlegar bókmenntir, sem hafa einnig gildi út fyrir tak-
mörk þessa lands. Það er enginn vansi fyrir okkur að hafa
ekki lesið þennan eða hinn reyfarann. Það er meiri vansi að
hafa ekki lesið hinar sígildu fornbókmenntir okkar. En við eig-
um vitanlega líka að lesa nútimabókmenntir, þær fegurstu, sem
við eigum kost á. Undanfarið hefur verið heldur fátæklegt um
það, að þýddar væru úr erlendum málum góðar skáldsögur, og
hefur áherzlan verið lögð á annað meir en fagrar hókmcnntir.
Ég held, að Mál og menning sé á góðum vegi með að hæta úr
þessu og glæða áhuga á þvi, sem fagurt er í ýmsum greinum
bókmenntanna.
Ég drap á það í upphafi, að menn skiptust í tvo liópa í hók-
menntadeilum.
Aðdáendur hinna ágætu reyfara hefðu gott af því að kynna
sér annars konar bókmenntir. Þeim er áreiðanlega Ijóst mörg-
um hverjum, hve lítils virði reyfararnir eru, þótt þeir vilji ekki
viðurkenna það. Þeir vita, að í aðrar bækur er meira að sækja,
en þeir óttast þær. Þær gætu komið róti á hugi þeirra, gert
gandar venjur þeirra tortryggilegar, þær gætu sýnt ný viðhorí,
sem illt er að þurfa að viðurkenna.
Það er einn öðrum fremur. af íslenzkum rithöfundum, sem
hefur orðið fyrir því, að sumt fólk vill ekki lesa bækur hans.
"Og það er vissulega vegna þess, að hann afhjúpar ýms „verð-
mæti“, sem hafa verið i heiðri höfð. Hann dregur fram í ljós
dagsins þann sannleika, sem ákveðinn hópur manna þorir ekki
að vita, að er til, afhjúpar þá blekkingu, sem þeir lifa í. En
yfir því getum við glaðzt, að það er annar álitlegur liópur, sem
29