Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 3
TIMARIT
MÁLS OG MENNINGAR
Nóv. 1943 • 2. hefti • Ritstjóri: Kristinn E. Andrésson
Hátíðartónleikarnir í tilefni af 50 ára afmæli
Páls ísólfssonar
Páli Isólíssyni hefur hlótnazt raargs konar heiður á fimmtugsafmæli sínu,
en mestur sómi má honum þykja að hátíðarhljómleikunum, sem fram fóru nú
í sumar í tilefni af afmælinu.
A efnisskránni voru tvö af merkustu tónverkum Páls, Chaconne fyrir orgel
og Alþingishátíðarkantatan. Hljómleikarnir hófust með fyrr nefnda verkinu,
sem var leikið með prýði af dr. Victor Urbantschitsch. Þetta verk er auð-
heyrilega samið af kunnáttu og leikni og er glæsilegt yfirlitum, þó að ekki
dyljist, að það muni fremur komið frá höfðinu en hjartanu, svo að viðhaft
sé nokkuð fornfálegt orðalag, en raunar er hér að ræða um tónlistarform,
sem er öllu heldur til þess fallið að örva tónskáldið til að sýna leikni sína
og tækni en glæða innblástur þess.
Ilöfuðþáttur hljómleikanna var Alþingishátíðarkantatan, eitt af þeim fáu
tónverkum í stóru sniði, sem Islendingar hafa samið. Segja má, að tónlistar-
hlustendum hafi nú veitzt sæmilegt tækifæri að kynnast þessu verki, því að
auk þess að farið var með það á Þingvöllum sumarið 1930, hefur það verið
flutt fjórum sinnum opinberlega í Reykjavík nú í sumar og hið síðasta sinnið
jafnframt í útvarp. Sá, sem þetta ritar, er þess fullviss eftir að hafa hlýtt á
verkið nokkrum sinum, að hér hefur verið á ferðinni fullgild tónlist, samboð-
in hinu hátíðlega tilefni sínu. Verkið hefst á stuttum forleik. I þeim þætti
er birta og listræn stígandi, yfir honum er hrjúfur og hressandi blær, sem naut
sín vel í meðförum hljómsveitarinnar. Annar höfuðþátturinn er hinn glæsi-
legi kórsöngskafli „Þú mikli eilífi andi“, en í því lagi mun mega telja, að
verkið rísi hæst. Þessi kafli er allur með sérkennilegum og skáldlegum svip.
Fallegt er líka margt í kórlaginu „Sjá liðnar aldir“. Einsöngslagið „Fyrr var
landið“ er þróttmikið og fastmótað í formi og fellur vel að tenórrödd Péturs
Jónssonar, sem söng það snjallt og karlmannlega. Ágætlega samið er karla-
kórslagið „Brenni þið vitar“, sá þáttur kantötunnar, sem almenningi er kunn-
astur. Yfirleitt er verkið þannig, að fátæklegum tónmenntum vorum er hinn
mesti fengur að því, þrátt fyrir andlítinn og lauslopalegan texta Davíðs
Stefánssonar.
Um flutning verksins er gott eitt að segja. Hljómsveit Reykjavíkur og söng-
8