Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 140

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 140
250 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ég þori ekki að fullyrða, hvernig félagsmenn hefðu tekið því, ef við hefð- um hækkað árgjaldið meira en vísitalan sýndi, að var nauðsyn. En ljóst má það vera hverjum manni á þessuin tíma, hve þröngur stakkur útgáfustarfsemi okkar er skorinn með 25 kr. árgjaldi, er varla nokkur hók fæst lengur á frjáls- um markaði fyrir svo lága krónutölu. Og vissulega finnum við sárt til þess í stjórn Máls og menningar, hve þröngt er um okkur innan veggja þessara 25 kr. árgjalds, og ekki sízt síðan útgáfa félagsins komst í fastari skorður. A hverju ári hér eftir erum við í rauninni bundnir með þrjár bækur, mann- kynssögu bindi, Tímaritið og skáldsögu (því að meginþorri félagsmanna myndi sízt vilja vera án hennar), og þá er ekki, meðan verðlag er svipað og nú, stórt svigrúm eftir fyrir aðrar bækur, sem okkur þætti jafn mikil nauð- syn að gefa út, þó ekki væri af öðrum ástæðum en til að auka á fjölbreytni útgáfunnar. Ut úr þessum þrengslum höfum við leitast við að komast með því að taka það ráð, að gefa út hækur til sölu á frjálsum markaði, og höfum við þó viljað fara mjög varlega í þær sakir. Á þennan hátt gáfum við út Fagrar heyrði eg raddirnar, sem dr. Einar Ól. Sveinsson, háskólabókavörður, sá um. Þessi hók hefur vakið mikinn fögnuð og selzt vel, en félagsmenn ýmsir voru óánægðir yfir því, að við skyldum selja þessa bók utan félagsins, í stað þess að láta hana með félagsbókunum. Og raddir heyrðust í þessa átt: nú ætlar Mál og menning að fara inn á sömu braut og önnur útgáfufélög, að gefa heztu bækurnar út utan félagsins til að græða á þeim! En hvemig áttum við að koma þessari bók að í félaginu og hvert rennur ágóði af henni nema til annarrar útgáfustarfsemi félagsins. Nú skrifar okkur einn af vinum og félags- mönnum Máls og menningar, Hallur Jóhannesson, og lýsir óánægju yfir því, að framhald af Afa og ömmu eigi ekki að verða félagsbók. Þetta hvort tveggja má skilja sem ákveðna bendingu til okkar um það, að hinar árlegu félags- bækur þyki of fáar, félagsmenn vilja fleiri bækur. En mundu þeir vilja láta árgjaldið hækka? Ég gæti trúað, að varðandi kostnað við bókaútgáfu geri 50 kr. nú lítið betur en svara til 10 kr. árið 1938. Og mjög væri stjórn Máls og menningar kært, ef hún gæti gefið út helmingi hærri arkafjölda, og niundi þó ekki finnast svigrúmið nógu vítt. I ráði er, að hjá Máli og menningu komi út nú fyrir jólin Leit eg suður til landa, íslenzk ævintýri, helgisögur o. fl., útgefið af dr. Einari Ól. Sveinssyni, eins konar framhald af Fagrar heyrði eg raddirnar, ennfremur Charcot við suðurpól eftir Sigurð Thorlacius, og loks Tólj œvintýri eftir Asbjörnsen í þýðingu frú Theódóru Thoroddsen, allar til sölu á frjálsum markaði. Ennfremur hefur Bókabúð Máls og menningar í umboðssölu Þúsund og eina nótt, sem væntanleg er í nýrri vandaðri útgáfu með teikningum, í þrem stórum bindum, og kemur fyrsta bindið fyrir jólin. Bókin er í þýðingu Stein- gríms Thorsteinsson. Kr. E. A.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.