Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 62
172 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ég spurði, hvort liann væri svo hrifinn af kjörum þeirra, sem þar ynnu, að hann hafnaði öllum góðum boðum til þess að geta gengið í þeirra hóp. „Mér er ekki vandara um en þeim,“ gegndi hann. „Þar að auki hef ég fengið miklu meiri menntun, en flestir þeirra hafa átt kost á að njóta. Ég gæti kanski upplýst þá eitthvað og orðið þeim til gagns í baráttu þeirra fyrir betri heimi.“ „Byltingu?“ spurði ég næstum viti mínu fjær af reiði. „Ég veit það ekki enn, — ef til vill, verði ekki hjá því komizt með öðru móti.“ Þá þoldi ég ekki meira, heldur kastaði að honum sáryrðum — og fór. Nú munu menn segja við mig: „Sonur þinn gerði ekki annað en það, sem guð fyrirskipaði í upphafi: yfirgaf föðurhús sín til þess að búa með þeirri konu, sem hann hafði fastnað sér.“ „Satt er það, enda liggur ógæfa mín ekki í því. Hún á rætur sínar að rekja til þess augnabliks, er ég í hefndarhuga lokaði þeirri leið, sem opin á að standa milli föður og sonar, jafnframt þeirri framtíð, sem metnaður míns föðurhjarta hafði ákveðið honum. Ég sé son minn ekki oft, en ég veit, að hann heyr harða lífs- haráttu fyrir sér og sínum. Ónýtu lærdómshendurnar hans hafa með árunum orðið blakkar og grófar, svo engan getur lengur grunað, að þær hafi einu sinni fyrst og fremst verið notaðar til þess að halda á penna og fletta hvítum bókarblöðum. Og þegar skólasyst- kinin hans fyrrverandi reika prúðbúin niður að höfn og mæta hon- um þar svörtum af kolareyk og svita, eða hitta hann á sömu slóð- um atvinnulausan, er sem ég sjái sjálfglaðan fyrirlitningarsvipinn á andlitum þeirra og heyri þau segja: „Þér var þetta mátulegt fyrir svikin. Þú sveikst vini þína.“ Já, þegar ég sé þetta fyrir mér og heyri, þá fer hún stundum að loga mér í harmi hin hræðilega ósk, að múgur hinna tötrum klæddu og óhreinu, með hann í broddi fylkingar, moli í skjótri svipan niður það vald, sem nú ræður veröld okkar, — hinn prúðbúna hroka himins og jarðar, að mér sjálfum meðtöldum, svo eitthvað nýtt megi uppvaxa þess í stað. — En nóg er nú skrifað, penninn minn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.