Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 80
190
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þelta land að baki vígstöðvanna, með alla sína auðlegð, nreð allar
sínar bjargarlindir og kraft, víggirt af náttúrunni með háum fjöll-
um og reginfjarlægðum, og þessar miklu framfarir eru hyrningar-
steinn hernaðarlistar Sovétríkjanna. Her þeirra hefur án efa verið
komið á fót og flugvélar þeirra smíðaðar með tilliti til þessara stað-
reynda. Rússar eiga að baki sér nýja, ósigranlega veröld, sem þeir
geta hörfað til, ef nauðsyn krefur. Aldrei þurfa herstjórnir banda-
manna þeirra að óttast, að Rauði herinn verði upprættur. Hernaðar-
aðferð Rússa mun verða sú, ef á þarf að halda, að draga sig til
baka aftur og aftur til binna miklu, nýju stöðva akuryrkju og vopna-
framleiðslu, meðan flutningaleiðir Þjóðverja lengjast æ meir og
verða berskjaldaðri fyrir loftárásum og spellvirkjum. Napóleon
komst lil Moskvu til þess eins að verða yfirbugaður á börðum
botni Rússlands. Það eru enn eftir þúsundir mílna af rússneskri
dúnsæng til þess að kæfa þýzka ríkisherinn í, ef Hitler treður hon-
um inn í hana. Ef þér sæjuð þetta land, munduð þér sannfærast
um, hugsa ég, að hvorki Hitler né nokkur annar getur sigrað þetta
land eða þjóð þess.
(4) Onnur staðreynd, sem hafði rnikil áhrif á mig, var það, að
ég kynntist hjá leiðtogum Sovétstjórnarinnar frábæru, þögulu trún-
aðartrausti og rólegum krafti. Þeir hafa augsýnilega komizt að
þeirri niðurstöðu, að her þeirra sé fær um að taka árásum Þjóð-
verja, að hann getur mætt höggurn með höggum og að hann getur
enn sótt írarn og fært stríðið yfir í horn fjandmannsins. Þannig
hefur það reynzt í tvö ár. Sýnilega trúa þeir á það, að svo verði
framvegis. Siðferðisþrek hers þeirra er meira en nokkru sinni áður.
Hin harðsnúna andspyrna fólksins og þol eru alstaðar augljós.
„Trompás“ þeirra er innri víghyrning varnanna, sem tryggir, að
þeir geta aldrei orðið sigraðir. Þeir hafa orðið að þola mikið. Mér
komu þeir fyrir sjónir eins og menn, sem hafa staðizt hið versta
og fundið sjálfa sig, menn, sem treysta því, að sakir liers þeirra
og þjóðar og þeirra sjálfra geti enginn sigrað þá.
(5) Arið 1938 var það almennt orðatiltæki í Evrópu, að Hitler
væri á reiðhjóli, hann yrði að halda áfram að stíga það, hann gæti
ekki lálið það standa kyrrt. Nú er hann í þeirri sörnu aðstöðu í Rúss-
landi. Það sem Hitler tókst ekki að framkvæma ’41 og ’42, mun