Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 8
118 TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR Smjör hefurveriðbannvara á opinberum markaði síðan síðustu leifar af hinu ó- dýra suðurameríska smjöri hurfu úr búðum fyrir nokkrum mánuðum, en heppn- ir menn geta keypt íslenzkt smjör á svörtum markaði fyrir 30 krónur kílóið. Landslýðurinn hefur orðið að borða þurrt nú vikum og mánuðum saman, svo ótrúlegt sem slíkt kann að virðast með þjóð, sem telur landbúnað annan að- alatvinnuveg sinn. Aftur á móti lifir „magga-dúlla“ í vellystingum praktuglega —- en svo nefna vinnukonurnar makarínið. Makarínisminn er svo vinsæl stefna hjá yfirvöldunum, að ríkissjóður kostar til stórfé að láta sjóða saman möggu-dúllu handa landslýðnum. Það er aum þjóð, sem verður að skrælast áfram á makaríni og denatúraliséruðu kjöti, það er ekki von að okkar ungu menn fagni líkamlegri vellíðan eða hraustlegu útliti í samanburði við sam- býlismennina í setuliðinu, sem lifa bæði á smjöri, ávöxtum og annarri úrvals- fæðu. Sú var tíð, að Eysteinn þótti lítill höfðingi meðan hann ríkti hér fullur úlfúðar gegn ferskum ávöxtum, einkum appelsínum, en þó hefur aldrei tekið í hnúkana fyrr en nú; meðan Eysteinn réði, var þó við og við hægt að kría út ávexti gegn lyfseðli eins og eitur, en síðan heimsmaðurinn Björn Ólafsson tók við, ríkir fullkomið og algert bann á innflutningi nýrra ávaxta, svo það tjóar jafnvel ekki að sýna lyfseðil lengur. Mundi þó vera lítill vandi að kom- ast að samningum við sambýlismenn okkar Ameríkumennina um að flytja inn fyrir okkur nokkra tugi tonna af ferskum ávöxtum við og við í ávaxta- skipum sínum, ef ekki má flytja slíkan voða í skipum Islendinga. Um aðrar algengustu landbúnaðarafurðir gegnir sama máli og smjörið, þau matvæli sem sjálfsögðust þykja í hverju landbúnaðarlandi, enda ódýr- ust, eins og egg og kartöflur, sjást hér ekki tímum saman þótt gull sé í boði. Grænmeti er svo dýrt og lítið, að það heyrir fremur undir skopdálka blað- anna en skaplega verzlun. Nokkrir pokar af kartöflum voru seint í sumar seldir við slíku verði, að þeir sprengdu upp vísitöluna um 15 stig. Nú er mér sagt, að almennur uppskerubrestur á kartöflum verði til þess að lækka vísi- töluna aftur um 7 stig. Kartöflur framleiddar hér eru margfalt dýrari en kartöflur frá stríðslandi eins og Bretlandi hingað komnar með allri álagn- ingu. Fróður maður hefur reiknað út, að félli allt sauðfé landsmanna, svo við yrðum að kaupa neyzlukjöt frá útlöndum, mundi vísitalan lækka um 40 stig. íslenzkur landbúnaður minnir í svipinn einna helzt á vatnsframleiðsluna í sumum þurrustu bæjunum í Chile, þar sem þýzkur bjór var ódýrari en vatn. Mun vera leitun á þvílíkri eymd í rekstri atvinnuvegar þó farið sé um alla jörðina. Samt heldur löggjafinn fast við þá skipan að lióta mönnum sekt- um og tukthúsi fyrir að framleiða góðar og ódýrar mjólkurvörur á nýtízku- búum í nágrenni stærstu neytendasvæðanna, en verðlaunar einyrkja í fjar- sveitum, sem kunna lítt eða ekki til nautgriparæktar og mjólkurframleiðslu, fyrir að framleiða mjólk, sem nálgast oft að mega heita óþverri, þegar hún er komin á markað í höfuðborginni, skítug, mögur, fjörefnalaus, súr eða fúl. Og Magga-Dúlla heldur áfram að ríkja yfir Islendingum launuð hærra en kóngurinn. H. K. L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.