Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 11
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
121
um ríki hinnar glöðu æsku,
Gorkís sigurþjóð....
En nú er hljcðið annað,
— það er náhljóð dimmt um sinn.
Nú stara augu milljónanna
á Stalín, marskálk sinn.
Og inn um gluggann fölir geislar
flögra og svífa í dans,
og vefjast eins og heiðursmerki
að vörmu brjósti hans.
Og það er eina orðan þar
— og enn mun svo um hríð:
hans treyja er óbreytt eins og fjöldans,
alls, er heyr sitt stríð.
Því þetta er fólksins hermaður,
sem heldur þama vörð
um hugsjón hinna fátæku,
um himin þeirra og jörð.
En þessi hljóði skósmiðssonur,
þjáðrar jarðar tákn,
sem vegur hér í lófa sínum
voðans reginbákn,
hann skelfist ekki eitt andartak,
— hann skilur sína öld:
hann veit, hún sigrar annað kvöld,
ef ekki strax í kvöld.
Hann veit, að það sem koma skal,
það kemur, góðir menn,
þótt öllum heimsins morðingjum
sé att gegn því í senn.