Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 13
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
123
sem leynir undir sléttum fleti
lífi mikils báls. —
Hér öskrar ekki loddari
um ofurmannlegt kyn,
— hér brosir aðeins maður,
sem er mannsins bezti vin.
Og þessi maður horfir yfir
hrikaleikans svið
í þöglum krafti skapandans,
sem þráir starf og frið.
Hann veit, að hinir gerzku stríðsmenn
gera heimi skil,
hver herdeild, (nema þá sú fimmta,
— hún er ekki til).
Hann veit, að Hitlers gerfilið,
svo grimmilega snautt,
það hörfar „samkvæmt áætlun",
unz hatur þess er dautt.
Og yfir gullna Kremlarturna
andi Púskíns fer,
sem geislahörpu ástarinnar
geymdi í hjarta sér.
Og Stalín lítur út um gluggann,
stendur upp með hægð
og furðar sig á víddum geimsins,
fegurð þeirra og gnægð.
Og hnötturinn er góður,
eins og geitarostur smár,
sem móðir ein gaf litlum syni
eítt löngu horfið ár.