Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 17
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 127 þess verks væri þegar af hendi leystur og höfundurinn teldi, að í því verki væri fólgið meginstarf ævi hans. Þetta allt hefði átt að virðast ofureðlilegur hlutur og þá ekki síður mikið fagnaðarefni hverjum þeim, er bar menningu þjóðar- innar fyrir brjósti og þyrsti í lifandi og greinargóða fræðslu um líf og sögu hennar. Hvað var sjálfsagðara en að bókmenntafélag alþýðunnar á íslandi legði áherzlu á að geta komið út þessu riti, sem stóð flestu öðru í nánari tengslum við bókmennta- og menn- ingarþorsta félagsmanna? Og hvað var sjálfsagðara en að mennta- frömuðurinn tæki því fegins hendi að geta náð samstarfi við félags- samtök bókelskrar alþýðu, sem gaf tryggingu fyrir því, að höfuð- verk ævi hans næði þegar í stað útbreiðslu í þúsundum eintaka um allt land? Samstarf þessara tveggja aðila virðist svo eðlilegt og sjálfsagt sem hugsazt getur út frá öllum þeim meginreglum, sem gilda um viðskipti tveggja menningaraðila. En þá kemur það allt í einu í ljós á hinn smekklausasta hátt, hve hið almenna og eðlilega menningarsjónarmið getur verið í æpandi mótsögn við sjónarmið ráðandi afla í stéttarþjóðfélagi. „Menn- ingarfrömuðir“ auðstéttarinnar ráku upp eitt angistartryllt öskur, sem bergmálaði landshornanna milli frá hljóðaklettum menningar- legs sníkjulifnaðar. Ofsóknirnar og áróðurinn gegn Máli og menn- ingu jókst nú um allan helming og færðist í aukana af grimmdar- móði. Tveim nýjum útgáfufélögum var hrundið af stokkunum til að ráða aldurtila þess, fé var mokað úr ríkissjóði í herkostnað gegn þessu félagi, og hvert einasta verkalýðsfélag á latidinu var skattlagt til þessa stríðsreksturs. Hver svívirðingargreinin af annarri flæddi yfir, félagið var stimplað sem landráðafyrirtæki, forgöngumenn þess sem föðurlandssvikarar, rithöfundar þess sem ættjarðarníð- ingar og klámskáld og allir þess stuðningsmenn sem óaldarlýður og útlendingar á ættjörð sinni. Ekkert af þessu var áður óþekkt í herbúðum alþýðufjenda þeirra, sem á sínum tíma gerðu hernaðar- bandalag gegn lýðræði og menningu undir þjóðstjórnarnafninu og frægast er orðið að endemum og lifa mun í sögu þjóðarinnar meðan íslenzk tunga er töluð, við hlið írafellsmóra, Þorgeirsbola og ann- arra forynja fortíðarinnar. En þegar fregnin barst um Arf íslend- inga, þá var gripið til nýrra hernaðartækja og ósvífnari en áður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.