Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 20
130
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
stéttir eins og aðrar skepnur jarðarinnar, að á því lægra stigi sem
getan er til rökfræðilegrar hugsunar, því öruggari eru eðlisávísan-
irnar í baráttunni fyrir lifinu. Eftir að valdastéttir eru komnar af
uppgangsskeiði sínu til kyrrstöðu, íhaldssemi og afturhalds, þá hafa
þær eðlisræna andúð á nýjum formum, jafnvel þótt ekki séu þau
á neinn hátt umbúðir nýrra hugmynda og skoðana, eðlisræna til-
finningu fyrir því, hve allar breytingar geta verið hættulegar.
Tilfinningum og eðlisrænum hugboðum verðui aldrei lýst í orð-
um á raunsæjan veg, þær eru ekki svo rökrænar, að þær verði
túlkaðar með gjaldgengum gjaldmiðli mannlegrar hugsunar. Þá
eru líkingarnar svo handhægar, þær segja hlutina hérumbil, geta
hitt þungamiðju, ef vel eru valdar, og engar kröfur verða til þeirra
gerðar að öðru leyti, hve nákvæmlega þær þræða útjaðra. Hugur
minn leitar enn til Noregskonunganna göndu, er voru að elta kon-
ungsekkjurnar, sem þeir höfðu grun um að færu konur eigi ein-
samlar. Sigurður Nordal prófessor var ein slík ekkja. Sú konung-
lega menning, sem hann hafði tekið höndum saman við í blóma
aldurs síns og gefið allt sitt hjarta, hún er horfin af sviði þessa lífs,
angist ekkjustandsins duldist ekki og farið var að renna sjúku
munarauga yfir á strendur eilífðarlandsins í trú á endurfundi
þar við hinn framliðna ástvin. Hitt fór heldur ekki milli mála, að
maður þessi gekk með mikinn þunga af völdum þeirrar menningar,
sem auðstéttin hafði sparkað út af sviði tilverunnar sem óvinar
síns í valdabaráttunni. J. J. er fíkinn til afskipta af uppeldi og lífs-
kjörum nýrra hræringa, ekki sízt, ef þær eru af fornum stofni. En
það samdist ekki um fósturmálin, Nordal vildi ekki afsala móður-
réttinum til neins kjörföður, þetta var hans verk, afkvæmi hans
eigin sálar, fóstrað hans eigin hjartablóði, alið tregasælum þján-
ingum. Það er upphaf ár'ekstranna, það hleypir beizlinu fram af
hamhleypu örvæntingarþrungins óttans í brjósti konungsins, sem
finnur dauðamörkin læsa sig um hverja taug. Af öllu því, sem
óttalegt er í tilverunni, er ekkert jafnóttalegt og nýtt afsprengi kon-
unglegrar þjóðmenningar, sem á rætur í leyndustu djúpum þjóðar-
sálarinnar sjálfrar. Það afsprengi varð að myrða, fyrst ekki varð
náð fullum völdum yfir uppeldi þess og ferli út á meðal þjóðar-
ínnar.