Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 20
130 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stéttir eins og aðrar skepnur jarðarinnar, að á því lægra stigi sem getan er til rökfræðilegrar hugsunar, því öruggari eru eðlisávísan- irnar í baráttunni fyrir lifinu. Eftir að valdastéttir eru komnar af uppgangsskeiði sínu til kyrrstöðu, íhaldssemi og afturhalds, þá hafa þær eðlisræna andúð á nýjum formum, jafnvel þótt ekki séu þau á neinn hátt umbúðir nýrra hugmynda og skoðana, eðlisræna til- finningu fyrir því, hve allar breytingar geta verið hættulegar. Tilfinningum og eðlisrænum hugboðum verðui aldrei lýst í orð- um á raunsæjan veg, þær eru ekki svo rökrænar, að þær verði túlkaðar með gjaldgengum gjaldmiðli mannlegrar hugsunar. Þá eru líkingarnar svo handhægar, þær segja hlutina hérumbil, geta hitt þungamiðju, ef vel eru valdar, og engar kröfur verða til þeirra gerðar að öðru leyti, hve nákvæmlega þær þræða útjaðra. Hugur minn leitar enn til Noregskonunganna göndu, er voru að elta kon- ungsekkjurnar, sem þeir höfðu grun um að færu konur eigi ein- samlar. Sigurður Nordal prófessor var ein slík ekkja. Sú konung- lega menning, sem hann hafði tekið höndum saman við í blóma aldurs síns og gefið allt sitt hjarta, hún er horfin af sviði þessa lífs, angist ekkjustandsins duldist ekki og farið var að renna sjúku munarauga yfir á strendur eilífðarlandsins í trú á endurfundi þar við hinn framliðna ástvin. Hitt fór heldur ekki milli mála, að maður þessi gekk með mikinn þunga af völdum þeirrar menningar, sem auðstéttin hafði sparkað út af sviði tilverunnar sem óvinar síns í valdabaráttunni. J. J. er fíkinn til afskipta af uppeldi og lífs- kjörum nýrra hræringa, ekki sízt, ef þær eru af fornum stofni. En það samdist ekki um fósturmálin, Nordal vildi ekki afsala móður- réttinum til neins kjörföður, þetta var hans verk, afkvæmi hans eigin sálar, fóstrað hans eigin hjartablóði, alið tregasælum þján- ingum. Það er upphaf ár'ekstranna, það hleypir beizlinu fram af hamhleypu örvæntingarþrungins óttans í brjósti konungsins, sem finnur dauðamörkin læsa sig um hverja taug. Af öllu því, sem óttalegt er í tilverunni, er ekkert jafnóttalegt og nýtt afsprengi kon- unglegrar þjóðmenningar, sem á rætur í leyndustu djúpum þjóðar- sálarinnar sjálfrar. Það afsprengi varð að myrða, fyrst ekki varð náð fullum völdum yfir uppeldi þess og ferli út á meðal þjóðar- ínnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.