Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 28
138
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ískyggilega fáfróður um þann glæsileika, sem borgaraleg menning
á yfir að búa, þar sem hún er ekki kyrkt í heljarklóm auðjötna og
þeirra skósveina. Eitt sinn átti borgarastéttin gengi sitt undir stór-
stígum framförum, sönnum vísindum, sem stóðu þá í þjónustu
þeirra framfara, og þá svalaði hún anda sínum í lindum himin-
tærra lista og naut þess að fljúga með hugmyndaauðgi mestu and-
ans mannanna um alla heima efnis og anda. Þetta var allt í sam-
ræmi við köllun hennar á þeim tíma, var farartæki á hækkandi
göngu hennar til drottinvalds yfir heiminum og möguleikanum til
að teyga nautnabikar gæða hans.
Nú er þessi menning hennar að hruni komin, drottnendur heims-
ins liafa hennar ekki lengur not, smám saman varð hún hættuleg
völdum þeirra á fleiri og fleiri sviðum, auðdrottnarnir urðu því
æ tómlátari um liana og tóku síðan að vinna beint gegn henni, eftir
því sem ástæður stóðu til á hverjum stað og tíma með tilliti til
valdaaðstöðu hennar. En frá fyrstu tíð er það ein tegund fræða og
vísinda, sem þeir hafa ávallt verið andsnúnir, svo sem áður hefur
verið vikið að, og það er félagsfræði og þar með sagnfræði á raun-
verulegum vísindagrundvelli. Þar var komið of nærri hjartataug-
um þeirra, til þess að við yrði unað, í skauti félagsfræðinnar voru
geymdir leyndardómar þeirra örlaga, að hin menntaglæsta borg-
arastétt hefði aðeins tímabundið hlutverk að vinna í þjónustu fram-
haldandi menningar, og þegar að vissu stigi þróunarinnar væri
komið, þá bæri nýrri stétt að taka við. Og afl auðsins hefur fyrst
og fremst verið lyftistöng menningarinnar, beint og óbeint, valda-
menn hans hafa mótað áhugaefni fjöldans, sá, sem hefur ætlað sér
að vinna í andstöðu við áhugamál þeirra, hefur orðið að búa við
harðari kosti en almennt þykir girnilegt undir að gangast. Hin
sagnfræðilegu vísindi hafa því eingöngu lent á herðum þeirra, sem
sagt hafa ráðandi stéttaröflum stríð á hendur í skilyrðislausri bar-
áttu fyrir nýrri stéttabyltingu í heiminum, þar sem alþýðustéttir
taka völdin úr höndum menningarlega gjaldþrota auðstétta.
En nú vill svo undarlega til, að á sama tíma og borgaralegri
menningu fer hnignandi á öllum sviðum og vísindin grotna niður
í höndum henni, á öllum sviðum öðrum en þeim, sem tilheyra full-
komnari hernaðartækni. þá skýtur borgaraleg sagnfræði nýjum