Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 28
138 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ískyggilega fáfróður um þann glæsileika, sem borgaraleg menning á yfir að búa, þar sem hún er ekki kyrkt í heljarklóm auðjötna og þeirra skósveina. Eitt sinn átti borgarastéttin gengi sitt undir stór- stígum framförum, sönnum vísindum, sem stóðu þá í þjónustu þeirra framfara, og þá svalaði hún anda sínum í lindum himin- tærra lista og naut þess að fljúga með hugmyndaauðgi mestu and- ans mannanna um alla heima efnis og anda. Þetta var allt í sam- ræmi við köllun hennar á þeim tíma, var farartæki á hækkandi göngu hennar til drottinvalds yfir heiminum og möguleikanum til að teyga nautnabikar gæða hans. Nú er þessi menning hennar að hruni komin, drottnendur heims- ins liafa hennar ekki lengur not, smám saman varð hún hættuleg völdum þeirra á fleiri og fleiri sviðum, auðdrottnarnir urðu því æ tómlátari um liana og tóku síðan að vinna beint gegn henni, eftir því sem ástæður stóðu til á hverjum stað og tíma með tilliti til valdaaðstöðu hennar. En frá fyrstu tíð er það ein tegund fræða og vísinda, sem þeir hafa ávallt verið andsnúnir, svo sem áður hefur verið vikið að, og það er félagsfræði og þar með sagnfræði á raun- verulegum vísindagrundvelli. Þar var komið of nærri hjartataug- um þeirra, til þess að við yrði unað, í skauti félagsfræðinnar voru geymdir leyndardómar þeirra örlaga, að hin menntaglæsta borg- arastétt hefði aðeins tímabundið hlutverk að vinna í þjónustu fram- haldandi menningar, og þegar að vissu stigi þróunarinnar væri komið, þá bæri nýrri stétt að taka við. Og afl auðsins hefur fyrst og fremst verið lyftistöng menningarinnar, beint og óbeint, valda- menn hans hafa mótað áhugaefni fjöldans, sá, sem hefur ætlað sér að vinna í andstöðu við áhugamál þeirra, hefur orðið að búa við harðari kosti en almennt þykir girnilegt undir að gangast. Hin sagnfræðilegu vísindi hafa því eingöngu lent á herðum þeirra, sem sagt hafa ráðandi stéttaröflum stríð á hendur í skilyrðislausri bar- áttu fyrir nýrri stéttabyltingu í heiminum, þar sem alþýðustéttir taka völdin úr höndum menningarlega gjaldþrota auðstétta. En nú vill svo undarlega til, að á sama tíma og borgaralegri menningu fer hnignandi á öllum sviðum og vísindin grotna niður í höndum henni, á öllum sviðum öðrum en þeim, sem tilheyra full- komnari hernaðartækni. þá skýtur borgaraleg sagnfræði nýjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.