Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 36
146
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Hér grœr ei blað né blóm á fljótsins leið,
það byltist niður urð og leir og snjó
og jökulhrönnin brotnar löng og breið
við blakkan malarkamb í þungri ró,
með hvelfda dimma liella úr sendnum snjó.
Það hnípir varða, bleik sem skoluð bein,
við brimgrátt fljótið vofuföl og ein,
sem vofa manns er varðist einn í neyð
og vökin opnum faðmi í snjónum beið;
svo voveiflega vofuföl og ein.
En frarn af dalnum lilær við grösug lilíð,
hnúkur með rauðum skriðum, grœnum tóm;
þar gárar lindir gola rök og þýð,
þar gróa fjólur, mura og klukkublóm
við sólrautt grjót í sumargrœnni hlíð.
I víðisveigum Ijóma um lauf og grein
Ijósálfablysin skœr og anganhrein,
um blástirnd rjóður lialda hvannir vörð,
liáar, á djúpri rót í svalri jörð,
blómmjúkri jörð er glóir græn og hrein.
Sjá, móðurfaðminn breiðir lúíðin há
og lilúir frjómild lífsins smæstu þjóð
og allt í kring er auðnin köld og grá,
ísköld og járngrá, slungin fölri glóð.
Mín blómahlíð, mitt land, mín litla þjóð!