Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 43
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 153 um hneigzt til slíks í stjórnmáladeilum liðinna ára. Aftur á móti lágu til þess almenn sálfræðileg rök, þótt sorglegt væri, að danska þjóðin hlaut oft að gjalda þess, að við höfðum lengi átt sakir á hendur þeim aðilja, sem taldist höfuð hennar og fulltrúi. Danska konungshúsið sem stofnun var um aldaraðir óvinur íslands „númer eitt“, eins og komizt er að orði nú á dögum, og svo hart gekk hinn útlendi óvinur að þessari fjölskyldu, sem bar þjóðarheiti hér vestur í hafi, að þess eru naumast dæmi, að sigursæl stríðsþjóð hafi þjarm- að af meiri harðýðgi að sigruðum erfðafjanda eftir langt og biturt stríð en danska konungsvaldið þjarmaði að þessum fáu varnarlausu hræðum hér. Telja vitrir menn, meðal þeirra dr. Vilhjálmur Stefáns- son, að engin þjóð af hvítum kynstofni muni hafa þolað harðari búsifjar, og lifað þó af, en Islendingar undir kúgun Aldinborgara. En stríðsöxin var sem sagt grafin um leið og samningurinn var gerður 1918. íslendingar og Danir voru vinir. Mörgum íslendingi fannst, að meðan Danakonungur er þjóð sinni hugfólgin, táknræn persóna, væri það óvinsamlegt gagnvart vinum okkar að hefja æs- ingar á móti þessu þjóðtákni þeirra, sem söguleg hefð hafði um leið gert að lafatrússi á okkur íslendingum. Vér liöfðum enga ástæðu til að fara að ergja hina nýju vinþjóð okkar og sambands- ríki með afhrópunarstefnu. Og þótt konungshúsið danska hefði á liðnum öldum verið stofnun, sem við áttum svo margt illt upp að inna, að það er ekki hægt að ætlast til að stolt og langminnug sögu- þjóð geti gleymt slíku, fór því fjarri að við ættum persónulega sökótt við núverandi höfuð þessarar ættar á konungsstóli í Dan- mörku, Kristján Friðriksson, né kæmi í hug að láta hann gjalda ættar sinnar. Kristján konungur rækti embætti sitt sem íslenzkur ríkishöfðingi sómasamlega. Að vísu var stundum kvartað undan því hér, að honum „yrði á í messunni“ einstöku sinnum, eins og þegar hann kom fram íslandskonungur á hátíð íslendinga að Þing- völlum 1930 klæddur dönskum aðmírálsbúningi, en í því falli sem öðrum mun siðameistara íslenzku stjórnarinnar, chef de protocol, ekki síður hafa verið um að kenna, að láta undir höfðu leggjast að gera konungi skiljanlegt í tíma, hvað sæmilegt væri við þetta tækifæri eða lík. Hinu fór fjarri,.að Kristjáni X. yrði nokkurntíma nokkuð það á, sem talin er gild ástæða fyrir afhrópun konunga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.