Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Qupperneq 45
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
155
Krabbe hafi hlerað, að Kristján konungur muni nú um áramótin,
svo fremi hann sé þá frjáls maður, tilkippilegur að afsala sér
formlega þeim völdum á íslandi, sem hann hefur misst í raun og
veru. Slíkur verknaður Kristjáns konungs, sem að víkur í hréfi
Krabbes, væri vissulega mjög æskilegur og mundi leysa okkur ís-
lendinga frá ýmsum vanda, en tvær vinþjóðir frá óþægindum.
Þótt samúð okkar sé að öðru leyti óskipt með Dönum og Dana-
konungi í hörmungum síðustu daga, hlýtur okkur íslendingum að
vera það kærkomið að vissu leyti, að ytri atburðir skuli liafa til
orðið að slíta okkur úr tengslum við Aldinborgarættina. Þannig
getur formleg afsögn okkar frá kóngsvaldinu ekki skilizt sem óvin-
samlegur verknaður gagnvart neinum, né orðið Kristjáni Friðriks-
syni álitshnekkir sem konungi eða manni. Okkur er hlíft við þeim
leiðindum að hefja hér innanlands afhrópunarpólitík, sem á venju-
legum tímum hefði virzt dálítið út í hött og auðveldlega getað mis-
skilizt erlendis.
2. Að sambandslokum
Tímabil dánsk-íslenzku sambandslaganna er útrunnið á þessu ári
og við Islendingar höfum þegar tjáð hinum aðiljanum, að samn-
ingar af því tagi muni ekki verða endurnýjaðir. Meira að segja,
síðan 1940 teljum við okkur leysta frá samningnum sakir vanefnda
Dana.
Fram hefur komið í blöðum og hjá nokkrum stjórnmálamönnum
sú kenning, að þegar sambandslagasáttmálanum sé slitið, séum við
skildir að skiptum við danska ríkið og eigum ekkert frekar vantalað
við það í Iengd né bráð.
Eg benti í greinum mínum 1939 á þá staðrevnd, að við höfum
frá upphafi Islandsbyggðar átt aðgang að stærra jijóðríki en okkar
sjálfra, nokkurskonar heimagangsrétt hjá annarri Jijóð. Þessara
hlunninda nutum við fyrst í Noregi. Ahnenningi hér, en námsmönn-
um sérstaklega, hefur ævinlega verið nauðsyn að geta átt frjálsan
aðgang að menntalindum fjölbreyttara þjóðfélags, og mikilsvert
að eiga kost starfsviðs ulanlands handa ýmsurn sérmenntuðum
kröftum, þar á meðal vísindamönnum og lista, sem ekki geta notið