Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 46
156 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sín heimafyrir sakir mannfæðar og fásinnis. Hið fyrra er okkur blátt áfram óhj ákvæmilegt til að geta hamlað móti hálfsiðun þeirri og hneigð til ómennsku, sem jafnan situr eins og óvættur um af- skekkta smáþjóð í hörðu landi. „Sterk öfl, sem enginn ræður við, valda því að nokkru leyti, að íslenzkur maður á erfitt með að ná fullum þroska heimafyrir“, segir prófessor Jón Helgason (Frón). Með „fullum þroska“ á hann vitaskuld við þá menntun, sem geri mann hlutgengan á almenna vísu við aðra menntaða menn annars staðar í heiminum. Hér vantar af eðlilegum ástæðum flest hin full- komnari uppeldisgögn, sem til eru í stærra ríki, auðugra og fjöl- breyttara mannfélagi, þótt til sé í landinu skólakerfi í grófustu dráttum. Því miður liefur sú orðið raunin, að þótt við höfum verið í sam- þegnlegum tengslum við Dani um aldaraðir, hafa íslendingar lært vonum minna af þessari einstæðu siðmenningarþjóð. Yfirleitt hefur okkur, að bóklærdómi undanskildum, gengið einna bezt að læra af þeim það sem sízt skyldi, eins og búa til svartar ídýfur og rauða grauta, en myndarskap í hagnýtum efnum og lífsháttum, sem er aðal Dana, höfum við álitið okkur ósamboðið að læra af þeim. Danir eru heimsfrægir verkfræðingar, búmenn, iðnaðarmenn og yfirleitt stakir myndarmenn til allra starfa, auk þess manna híbýla- prúðastir og bezt þroskaðir félagslega, bæjum þeirra og byggðum við brugðið fyrir fagra og hentuga skipan, enda þykir stórþjóðum heiður að senda unga menn sína til Danmerkur að læra þar verk- legar listir og siðmenningu. Þótt við Islendingar höfum hinsvegar haft danskan myndarskap fyrir augum öldum saman, hefur það ekki flökrað að okkur fyrr en á allraseinustu árum, og þó aðeins lítillega, að breyta um ýmsar aðferðir í lífsháttum og atvinnuvegum frá því sem gerðist jafnvel í barbariskum löndum á tíundu öld. íslenzkir menn gátu lifað árum og áratugum saman í Kaupmannahöfn, sem er ein siðmenntuðust borg í heimi, án þess að læra jafnvel einföldustu hætti venjulegra siðmenntaðra manna, auk heldur rneir. Við gátum að vísu gleypt í okkur allskonar bóklegan fróðleik í Danmörku, en álitum Dani að öðru leyti nokkurskonar fjandsamlega yfirstétt, sem okkur væri ósómi að apa en heiður að fyrirlíta. Vel má vera, að okkur væri í framtíðinni hollara að semja við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.