Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 49
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
159
frá öllum sjónarmiðum réttmæt íslenzk eign, sem ekkert ríki getur
með siðferðilegum rétti gert tilkall til. Þótt bókmenntalegt gildi rita
okkar fornra sé að vísu eign alls heimsins, eins og öll sönn menn-
ingarafrek, þá eru bækurnar fyrst og fremst íslenzkar, og meira en
í venjulegum skilningi, þær eru jafnvel íslenzkari en kóngsjarðirnar
voru, sem þó var skilað aftur að lokum, kjarni alls sem íslenzkt er,
að því leyti sem þær geyma lifandi menningararf íslenzks almenn-
ings, lærðra sem leikra, samdar á lifandi tungu þjóðarinnar í dag,
auðskildar hverju barni. í Danmörku eru bækur þessar aftur á móti
algerðir aðskotahlutir og engum til skemmtunar, rit á óskiljanlegri
tungu, sem þeir kalla að vísu ekki „gauzku“, heldur ,,oldnordisk“,
með öllu ólæsileg dönskum mönnum, nema í hæsta lagi einum eða
tveim grúskurum á mannsaldri og í svipinn alls ekki neinum, full-
komlega einskisvirði dönskum almenningi. Lagalegur réttur danska
ríkisins eða danskra stofnana til fornhandrita vorra hefur hér ekk-
ert gildi, það væri meira að segja freklegt blygðunarleysi að halda
honum fram, enda ótrúlegt að fyrirsvarsmenn Dana láti sér slíka
hótfyndni til hugar koma.
Danskri vörzlu á þessum sanníslenzku höfuðverðmætum, forn-
handritunum, má skipta í tvo aðalflokka,
1) þær bækur, sem gefnar voru eða komust á annan hátt í eign
Aldinhorgarkonunga meðan ísland var skattland þeirra, og þeir,
a. m. k. í orði kveðnu, konungar vorir; þessar bækur eru nú geymd-
ar í aðalbókasafni danska ríkisins, Konunglegu bókhlöðunni í
Kaupmannahöfn;
2) þær bækur, sem Arni Magnússon forðaði héðan og ánafnaði
síðan háskóla Kaupmannahafnar, sem var háskóli íslendinga um
leið og Kaupmannahöfn var höfuðborg íslands og stjórnarsetur.
Eftir sjálfstæðisbaráttu og viðreisnar, sem þjóðin hefur háð kyn-
slóð fram af kynslóð, auk þeirra ytri atvika, sem hafa' afnumið
dönsk yfirráð hér, á sama hátt og ytri atvik, allt að því tilviljun,
ollu því á sínum tíma, að vér komumst undir dönsk yfirráð, er nú
þar komið, að æðsta vald í málefnum okkar er flutt heim, stjórnin
situr í innlendri höfuðborg og háskóli okkar er ekki lengur Kaup-
mannahafnarháskóli, heldur Reykjavíkur. Af þessu leiðir, að ís-
lenzkar eignir og dýrgripir, sem tilheyrðu Aldinborgarkonungum