Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 50
160
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
handhöfum æðsta valds yfir íslendingum, og nú eru í vörzlu danska
ríkisins, eiga að ganga heim hingað um leið og hið æðsta vald,
þær sem ekki eru þegar afhentar svo sem konungsjarðirnar (auk
nokkurra listaverka). Þær bækur, sem áður voru ánafnaðar Kaup-
mannahafnarháskóla, af því hann var háskóli Islendinga, en fyrir-
sjáanlegt að bækurnar glötuðust ella, eiga nú eo ipso að ganga til
háskóla íslendinga í Reykjavík.
En þegar þar kemur, að við hefjum samninga við Dani á ný,
um afhendingu dýrgripa vorra og bóka, verðum við að fela það
starf völdum mönnum, en ekki stj órnmála„görpum“ af þeirri teg-
und, sem nú vaða mest uppi. Smáþjóð getur ekki skapað sér virð-
ingu, hvorki við samningsborðið né annars staðar, nema af yfir-
burðamönnum sínum; höfðatala, her og auður kemur þar ekki til
greina. Orsökin til þess, að danskir stjórnmálamenn urðu jafnan
að láta í minni pokann fyrir Jóni Sigurðssyni voru yfirburðir hans
að skarpskyggni og þekkingu á málum þeim, sem um var deilt, vald
það, er hann hafði bæði á almennum sagnfræðilegum rökum og
réttarsögulegum, auk þess sem hinn siðferðilegi réttur var ævinlega
hans megin.
Halldór Kiljan Laxness.