Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 51
GuSmundur Daníelsson:
SÖKIN ER MÍN
Ef móðir mín hefði lifað fjórum árum lengur, hefði henni ef til
vill unnizt tími til að forða mér frá óláni. Sögurnar hennar voru
þess eðlis, að þær höfðu áhrif. Og hefði ég fengið að heyra nokkrar
þeirra í viðbót, er það trú mín, að allt hefði farið öðruvísi en fór.
Ég hef nú fyrst og fremst hana og sjálfan mig í huga, þegar ég
felli mín öldungstár, því enda þótt það sé fljótt á litið sonur minn,
en ekki ég, sem fallið hefur í ónáð hjá guði gæfunnar, þá er það
í rauninni ekki svo. Hann hefur að vísu orðið að þola súrt ekki
síður en sætt, en beizkasti bikarinn kom vissulega í minn hlut.
Oftar og oftar hugsa ég til móður minnar nú orðið. Það er eins
og hún sé orðin mér svo nálæg upp á síðkastið. Og þó ástrík um-
hyggjusemi hennar fyrir velferð minni og sonarsonar hennar bæri
ekki þann árangur, sem hjarta hennar þráði, þá má enginn halda,
að það sé hennar sök. „Það er mín sök. Allt er það mín sök,“ svo
ég noti orð Jóhanns gamla ræfils. Þau eru jafnsönn í mínum munni
og hans.
Til þess að allir megi nú viðurkenna þetta með mér, vil ég enn
einu sinni taka mér penna í hönd. En hvar skal byrja? — Það yrði
of langt mál að rekja þá sögu frá upphafi, mér entist ekki aldur
til þess. Ég held það mundi líka nægja mínu máli til sönnunar að
hefja frásögnina á því, sem mér og móður minni fór á milli síðasta
skiptið, sem ég naut þeirrar hamingju að dvelja undir hennar þaki.
Þar er þá til að taka, að ég var kominn heim til hennar austur
í sveit í mitt árlega orlof, sem alla jafnan stóð í viku tíma. Þetta var
vorið, sem ég fyllti mitt fertugasta og fyrsta ár. Sonur minn fjórtán
ára gamall, hvers móðir var löngu sofnuð í guði, var með mér. Ég
var að skila honum úr vetrarfóðrunum, eins og gamla konan orðaði
það. Sjálf hafði hún annazt sumarfóðrunina á honum síðan hann
11