Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 55
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 165 en hitt var þó enn vesalmannlegra í hans augum, að Gunnar bóndi taldi sig nú ekki geta misst aðra menn til þessarar ferðar en Jón son sinn, óharðnaðan ungling, og svo Hálfdán litla. „Það er svo sem ekkert óeðlilegt þó þú, fátæklingurinn og ein- yrkinn, hafir ekki annað en liðléttinga til að senda á fjall,“ sagði hann með þungum svip og köldu spotti. „Eg hygg, að drengirnir mínir láti ekki standa upp á sig, þeir eru ekki vanir því,“ svaraði Gunnar með hægð og renndi til þeirra augunum. Þeir stóðu ferðbúnir framan við réttardyrnar hlið við lilið, og augu Hálfdánar litla leiftruðu hvöss undir hnykluðmn brúnum. Hann var þess víst albúinn að sýna föður sínum, hvað hann ætti til, þegar á reyndi. Jóhann leit hótandi framan í Gunnar, og nú kallaði hann, í augna- bliksreiði, yfir sig þá skelfilegu ógæfu, sem hvílt hefur á honum síðan. Hann sagði: „Gott og vel, Gunnar bóndi, sendu þína drengi. En þeir skulu fá að reyna sig við fljótið.“ Móðir mín þagnaði andartak í frásögn sinni og leit fast í augu mér. Svo sagði hún: „Þú skalt ekki halda, að Jóhann hafi meint nokkuð sérstakt með þessu, hann var aðeins reiður og varpaði fram þessum ógætilegu orðum í hefndarskyni við Gunnar í stað þess, eins og hann hafði nokkra ástæðu til, að neita algjörlega að taka drengina gilda til ferðarinnar. — En áfram nú með söguna: Samtalið við réttarvegginn varð ekki lengra en þetta, því nú sást til ferða þess félagans, sem enn var ekki kominn, og var þá Gils- múlalömbunum hleypt út og slengt saman við lömb Jóhanns. Var síðan allur hópurinn rekinn í veg fyrir bróður minn. Þegar hóparnir mættust, kom það þó í ljós, að bróðir minn var alls ekki með. Hann hafði meitt sig á fæti kvöldið áður og svo fengið annan mann fyrir sig, fulltíða mann að vísu, en þó algjör- lega óvanan fjallferðum. Hann hét Brandur. Ekki er þess getið, að Jóhann hafi um það fengizt. Og svo héldu þeir fjórir af stað með lömbin, eins og leið lá til fjalls. — Það sem síðar gerðist, — ja, það hefur sjálfsagt verið guðs vilji. — en eftir hálfan annan sólarhring komu þeir Brandur og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.