Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 55
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
165
en hitt var þó enn vesalmannlegra í hans augum, að Gunnar bóndi
taldi sig nú ekki geta misst aðra menn til þessarar ferðar en Jón
son sinn, óharðnaðan ungling, og svo Hálfdán litla.
„Það er svo sem ekkert óeðlilegt þó þú, fátæklingurinn og ein-
yrkinn, hafir ekki annað en liðléttinga til að senda á fjall,“ sagði
hann með þungum svip og köldu spotti.
„Eg hygg, að drengirnir mínir láti ekki standa upp á sig, þeir
eru ekki vanir því,“ svaraði Gunnar með hægð og renndi til þeirra
augunum. Þeir stóðu ferðbúnir framan við réttardyrnar hlið við
lilið, og augu Hálfdánar litla leiftruðu hvöss undir hnykluðmn
brúnum. Hann var þess víst albúinn að sýna föður sínum, hvað
hann ætti til, þegar á reyndi.
Jóhann leit hótandi framan í Gunnar, og nú kallaði hann, í augna-
bliksreiði, yfir sig þá skelfilegu ógæfu, sem hvílt hefur á honum
síðan. Hann sagði:
„Gott og vel, Gunnar bóndi, sendu þína drengi. En þeir skulu
fá að reyna sig við fljótið.“
Móðir mín þagnaði andartak í frásögn sinni og leit fast í augu
mér. Svo sagði hún:
„Þú skalt ekki halda, að Jóhann hafi meint nokkuð sérstakt með
þessu, hann var aðeins reiður og varpaði fram þessum ógætilegu
orðum í hefndarskyni við Gunnar í stað þess, eins og hann hafði
nokkra ástæðu til, að neita algjörlega að taka drengina gilda til
ferðarinnar. — En áfram nú með söguna:
Samtalið við réttarvegginn varð ekki lengra en þetta, því nú sást
til ferða þess félagans, sem enn var ekki kominn, og var þá Gils-
múlalömbunum hleypt út og slengt saman við lömb Jóhanns. Var
síðan allur hópurinn rekinn í veg fyrir bróður minn.
Þegar hóparnir mættust, kom það þó í ljós, að bróðir minn var
alls ekki með. Hann hafði meitt sig á fæti kvöldið áður og svo
fengið annan mann fyrir sig, fulltíða mann að vísu, en þó algjör-
lega óvanan fjallferðum. Hann hét Brandur. Ekki er þess getið, að
Jóhann hafi um það fengizt. Og svo héldu þeir fjórir af stað með
lömbin, eins og leið lá til fjalls. —
Það sem síðar gerðist, — ja, það hefur sjálfsagt verið guðs
vilji. — en eftir hálfan annan sólarhring komu þeir Brandur og