Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 58
168
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
velfarnaðar fyrir báða aðila. En hvað um það, hann var uppreisn-
arríkið, en ég gamla stórveldið, gamli burgeisinn, sem að vísu hafði
hrósað sér af jafnréttishugsjón sinni og frjálslyndi, en hugsaði sig
þó tvisvar um, áður en hann afsalaði sér nokkru af yfirráðarétti
sínum. —
Þungur á svip yfirgaf ég kvöldverðarborðið og gekk inn í vinnu-
stofu mína. Ég settist í djúpan stól og tók að brjóta heilann um son
minn. ,
„Hvaða óheillaáhrifum hefur hann orðið fyrir?“ hugsaði ég.
Hafði hann kannski einhvers staðar rekizt á rit þeirra óþörfu
pennasnillinga, sem nota hæfileika sína til þess að rífa niður kenn-
ingu fjórða boðorðsins? — Eg gat ekki svarað því. Ég vissi ó-
gjörla livað hann las auk námsbóka sinna. Mér var ekki ákaflega
kunnur hans hugsanaheimur, það uppgötvaði ég nú. Leyndustu til-
finningar hans voru mér lokuð bók. Ég fann, að sú sök lá hjá mér,
og þó beindist gremja mín, sem stöðugt fór vaxandi, fyrst og fremst
gegn honum. Eirðarlaus reis ég á fætur og gekk út að glugganurn.
Handan við götuna blasti við mér auglýsingaskjöldur sælgætisbúð-
arinnar, sem nú var lokuð og mannlaus.
„Sælgætisbúðin. Gígja. Það eruð auðvitað þið, sem hryggt hafið
son minn í dag,“ datt mér skyndilega í hug. „Það er ykkar skuggi,
sem nú hvílir yfir andliti hans, svo drættir þess virðast djúpir og
myrkir. Veslings litli snáðinn, hann hefur ratað í sína fyrstu ástar-
sorg. Þetta er einskonar tanntaka, sárt eins og tanntaka og jafn
óumflýj anlegur kvilli þeim, sem ungir eru. En hvorugur er hættu-
legur og báðir batna fljótt.“
Þannig hugsaði mitt hálffimmtúga höfuð. Og mér til þægilegs
léttis uppgötvaði ég það á ný, að ég var frjálslyndur, hygginn
faðir. Æskan hafði ástæðu til að líta upp til mín. Ég þekkti leyndar-
mál hennar. Hún gat örugg leikið sér að blómum við fætur mér og
leitað til mín, ef hún rispaði fingur sinn á þyrni.
Það var eins og forsjónin vildi taka mig á orðinu, því varla var
þessi hugsun fullfædd, þegar til hennar var skírskotað og hún
leidd undir próf. Dyrnar opnuðust skyndilega, og sonur minn gekk
inn í stofuna.
„Ég er kominn til að segja þér nokkuð, pabbi,“ sagði hann dá-