Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 58
168 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR velfarnaðar fyrir báða aðila. En hvað um það, hann var uppreisn- arríkið, en ég gamla stórveldið, gamli burgeisinn, sem að vísu hafði hrósað sér af jafnréttishugsjón sinni og frjálslyndi, en hugsaði sig þó tvisvar um, áður en hann afsalaði sér nokkru af yfirráðarétti sínum. — Þungur á svip yfirgaf ég kvöldverðarborðið og gekk inn í vinnu- stofu mína. Ég settist í djúpan stól og tók að brjóta heilann um son minn. , „Hvaða óheillaáhrifum hefur hann orðið fyrir?“ hugsaði ég. Hafði hann kannski einhvers staðar rekizt á rit þeirra óþörfu pennasnillinga, sem nota hæfileika sína til þess að rífa niður kenn- ingu fjórða boðorðsins? — Eg gat ekki svarað því. Ég vissi ó- gjörla livað hann las auk námsbóka sinna. Mér var ekki ákaflega kunnur hans hugsanaheimur, það uppgötvaði ég nú. Leyndustu til- finningar hans voru mér lokuð bók. Ég fann, að sú sök lá hjá mér, og þó beindist gremja mín, sem stöðugt fór vaxandi, fyrst og fremst gegn honum. Eirðarlaus reis ég á fætur og gekk út að glugganurn. Handan við götuna blasti við mér auglýsingaskjöldur sælgætisbúð- arinnar, sem nú var lokuð og mannlaus. „Sælgætisbúðin. Gígja. Það eruð auðvitað þið, sem hryggt hafið son minn í dag,“ datt mér skyndilega í hug. „Það er ykkar skuggi, sem nú hvílir yfir andliti hans, svo drættir þess virðast djúpir og myrkir. Veslings litli snáðinn, hann hefur ratað í sína fyrstu ástar- sorg. Þetta er einskonar tanntaka, sárt eins og tanntaka og jafn óumflýj anlegur kvilli þeim, sem ungir eru. En hvorugur er hættu- legur og báðir batna fljótt.“ Þannig hugsaði mitt hálffimmtúga höfuð. Og mér til þægilegs léttis uppgötvaði ég það á ný, að ég var frjálslyndur, hygginn faðir. Æskan hafði ástæðu til að líta upp til mín. Ég þekkti leyndar- mál hennar. Hún gat örugg leikið sér að blómum við fætur mér og leitað til mín, ef hún rispaði fingur sinn á þyrni. Það var eins og forsjónin vildi taka mig á orðinu, því varla var þessi hugsun fullfædd, þegar til hennar var skírskotað og hún leidd undir próf. Dyrnar opnuðust skyndilega, og sonur minn gekk inn í stofuna. „Ég er kominn til að segja þér nokkuð, pabbi,“ sagði hann dá-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.