Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Qupperneq 61
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
171
um að villast, hann aumkvaði mig, og það var ég, en ekki hann
sjálfur, sem nú var aumkunarverður í augum hans.
„Þetta datt mér alltaf í hug,“ hvíslaði hann allt í einu. „Góða
nótt, pabbi minn.“ Og gekk hljóðlega í burtu. —
Eg sat einn eftir — mjög einn, og var skyndilega orðinn svo
undarlega gamall, að mér fannst. Ég var þó ekki í vafa um, að
reiði mín væri réttlát, og hélt áfram að deila á son minn í hugan-
um. Hann skyldi vissulega ekki komast upp með að fremja glópsku-
pör sín í trausti þess, að ég tæki á mig afleiðingar þeirra. Hann
skyldi læra að verða sinn eigin ábyrgðarmaður. — Þrátt fyrir
skörulegar ákvarðanir mínar og ályktanir, gat ég þó ekki með öllu
varizt þeirri tilfinningu, að sonur minn hefði gengið sigrandi af
hólmi, — að það væri ég, sem ósigur hefði beðið. Sú varð líka
raunin á, því næsta dag fékk ég bréf frá honum, þar sem hann
tilkynnir mér, að hann sé neyddur til að hætta námi, sé búinn að
útvega sér vinnu, og ég skuli ekki óttast um, að honum takist ekki
að sjá sér og unnustu sinni farborða.
Þetta kom yfir mig eins og reiðarslag, óvænt og hræðilegt, en
þó fann ég jafnframt, að ég hafði svo að segja krafizt þessa af
honum kvöldið áður. Ég hafði brýnt um. of hina viðkvæmu egg,
þrátt fyrir aðvaranir móður minnar.
Hvernig get ég nú afsakað þetta? Ef til vill með því, að ég hafi
ekki þekkt son minn nógu vel, ekki gert ráð fyrir, að hann tæki
orð mín svona alvarlega né gripi svo skjótt til sinna ráða. — Nei,
þetta er engin afsökun, aðeins vesöl sjálfsblekking. Sannleikurinn
var sá, að ég ætlaðist til þess af syni mínum, að hann fetaði eftir
þeim leiðum, sem ég fyrirskipaði honum, enda þótt samvizka hans
skipaði honum í aðra átt.
Ég leitaði hann uppi og reyndi að snúa huga hans, bauðst til að
taka að mér unnustu hans, bað hann að stunda áfram námið. . . .
„Við erum farin að búa,“ sagði hann. „Ég er byrjaður að vinna
mér inn peninga.“
„En þú eyðileggur fyrir þér framtíðina með þessu!“ hrópaði ég.
„Þú hefur ekkert próf. Hvar hefur þú fengið vinnu?“
„A eyrinni,“ var svarið.