Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 64
Kristinn E. Andrésson:
Bandalag vinnandi stétta
Þessa tíma safnar alþýðan liði, reynslu og vizku til þess að verða
ósigrandi, þó að ráðizt sé á hana, sterk og samhuga, þegar sú fagn-
aðarstund rennur upp, að hún treystir sér sjálf til að taka stjórn
þjóðfélagsins í sínar hendur. Við liðsöfnun þessa er verklýðsstéttin
sjálfkjörin til forystu. Hún er ung og framsæknust, og þetta er henn-
ar öld.
Stjórn Alþýðusambandsins hefur í mánaðarblaði sínu, Vinnunni,
hirt ávarp og stefnuskrá, þar sem dregin eru saman þau verkefni,
sem brýnast kalla að fyrir alþýðustéttirnar, og jafnframt skorin
upp herör fyrir því, að allt vinnandi fólk í landinu skipi sér undir
einn fána, Bandalag vinnandi stétta, til þess að standa á verði um
hagsmuni og réttindi alþýðunnar og beita áhrifum sínum til þess,
að komið verði á öruggri og hagkvæmri skipun alls atvinnulífs
landsmanna. Þessi bandalagshugmynd og stefnuskrá sú, er Alþýðu-
sambandið ber fram, er svo mikilvæg fyrir framtíð íslands næstu
árin, að þjóðin öll verður að kynna sér liana og hlusta eftir með
athygli. Er stefnuskráin tekin hér upp í heilu lagi:
STEFNUSKRÁ bandalags vinnandi stétla
„Alþýðusamband íslands býður íslenzkri alþýðu og öllum sam-
tökum hennar bandalag um að vinna sameiginlega að eftirtöldum
rríálum:
1. Að vernda þau réttindi og kjör, sem launþegasamtökin hafa
aflað sér, svo sem 8 stunda vinnudaginn o. fl. Að vinna að bættum
kjörum launastéttanna, bættri aðbúð, vinnuvernd og öryggi á sjó
og landi. Að fá viðurkenningu fyrir almennum 8 stunda vinnudegi
og nauðsynlega takmörkun á vinnutíma á sjó, í verstöðvum og ann-
ars staðar, þar sem sérstaklega hagar til.
2. Að alhliða eflingu landbúnaðarins og umbótum á kjörum