Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Qupperneq 66
176
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
heilsuhæla, umbótum á réttarfari og opinberri starfrækslu, endur-
bótum á vinnulöggjöfinni, fyrir breyttri stefnu í menntamálum, til
þess að efla vísindi, bókmenntir og listir og auka íslenzka þjóð-
menningu og alþýðufræðslu, byggingu skólahúsa og sköpun skilyrða
til þess að allur almenningur eigi kost á að njóta framhaldsnáms i
skólum.
6. Að tryggja sjálfstæði landsins með því að sameina alþjóð í
sjálfstæðisbaráttunni, taka upp ákveðna stefnu gegn fasismanum
og allri yfirdrottnunarstefnu og tilraunum erlends valds til þess að
hafa hér hernaðarbækistöðvar eftir stríðið, svo og hverskonar er-
lendum yfirgangi á sviði viðskipta og stjórnmála. Vinna að því að
koma á, efla og auka vinsamlegt samstarf, stjórnmálalegt og við-
skiptalegt, við hinar sameinuðu frjálsu þjóðir, og að því að fá sem
fullkomnastar tryggingar sameiginlega, frá stjórnum helztu forystu-
ríkja þeirra, fyrir friðhelgi, fullveldi og sjálfstæði íslands að styrj-
öld lokinni. Endurnýja eins fljótt og auðið er, sögulegt, viðskipta-
legt og menningarlegt samband við Norðurlönd.
7. Að gera allt sem auðið er til að koma í veg fyrir atvinnu-
leysi og aðrar afleiðingar hins sundurvirka auðvaldsskipulags, sem
bitna á alþýðunni með öllum sínuni þunga þegar núverandi styrj-
aldarástandi lýkur, með því að berjast fyrir alhliða eflingu og ný-
skipun atvinnuveganna, fyrir stórvirkum verklegum framkvæmdum,
fyrir gagnkvæmri samvinnu og samningum við okkar eðlilegu
markaðslönd, til þess að tryggja örugga sölu á öllum útflutnings-
afurðum landsins, m. a. með þátttöku í allsherj arframleiðsluáætlun
þeirra landa, sem hafa slika alþjóðlega samvinnu sín á milli, og
með því að taka að sér forustuna í baráttunni fyrir þeim þjóð-
skipulagsháttum og þeirri stjórn alþýðunnar, sem getur hrint þessum
stefnumálum í framkvæmd.“
Stefnuskráin ber í fyrsta lagi vitni um þann styrkleika, sem verk-
lýðshreyfingin hefur öðlazt að undanförnu. Hún er stefnuskrá verka-
lýðs, sem vann síðustu mánuði hvern sigur af öðrum: steypti þjóð-
stjórninni, braut hlekki gerðardómsins, leiðrétti kaupgjald sitt og
fékk viðurkenndan átta stunda vinnudag. Alþýðusambandið er ann-
að vald en það var fyrir tveimur árum. Nú eru öll verklýðsfélög