Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 75
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
185
hún byggir tilveru sína á, eru algerlega óhæfir og geta engu áorkaö
nema örbirgð almennings í landinu. Hún er full af hræðslu, fálmi
og hiki. Hún veit ekki sitt rjúkandi ráð. Vantrú á auðvaldsskipu-
lagið og hagkerfi þess æpir út úr síðum auðvaldsblaðanna sjálfra.
Þjóðir bandamanna leggja líka stöðuga áherzlu á það, að ný skipun
þjóðfélagsmála verði að fara fram eftir styrjöldina. Auðvaldsríkin
verði að taka hliðsjón af skipulagi sósíalismans, sem hefur sérstak-
lega í þessu stríði sýnt ómetanlega yfirburði. Nýja skipun þjóðfé-
lagsmála verður einnig að taka upp hér. Yfirstéttin er ekki fær um
að hafa forystuna. Vinnandi stéttirnar verða að treysta og efla sam-
tök sín og þjóðfélagslegan skilning. Stór spor hafa verið stigin að
undanförnu. Eining hefur náðst innan verklýðshreyfingarinnar, vin-
samlegu samstarfi komið á við aðrar Iaunastéttir og grundvöllur
lagður að samstarfi við alþýðu sveitanna. Allt þetta þarf betur að
styrkja, og stíga stærri spor, þar sem vinnandi stéttirnar allar í heild
komi sér saman um nýskipun atvinnumála og verzlunarhátta, trygg-
ingu atvinnulífsins og eflingu alls menningarlífs. En jafnframt er
þjóðarnauðsyn, að alþýðustéttirnar skilji, að það er kominn þeirra
tími að taka forystu í stjórnmálmn landsins. Hverri sundrung milli
alþýðustéttanna þarf að eyða. Þeim fauskum afturhaldsins, sem
voga sér að leggja hömlur á samtök alþýðunnar, verður að ryðja
úr vegi. Alþýðan sjálf verður að gera sér þess grein, að nú slær
hennar stmid. Sigurtími hennar nálgast. Hún á þegar viljann lil að
sameinast. Hugmyndin mn myndun bandalags vinnandi stétta er
fagnaðarsamlegt vitni þess. Þetta er hið fyrsta. En hún þarf líka
að eignast viljann til valda, viljann til að stjórna þjóðjélaginu.
Þjóðarnauðsyn krefst, að vinnandi stéttirnar taki fyrr en seinna
stjórnartaumana í sínar hendur.