Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 78
188
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Ég heimsótti einnig gamla vini, sem ekki voru í háum stöSum.
Þeir hafa ekki áhuga á vandamálunum eftir stríðið. Þeir hugsa
aðeins um eitt: vinna stríðið og vinna það fljótt. Þetta þýðir, að
þeir verða að færa meiri fórnir og þola meiri þjáningar, jafnvel
hungurdauða. En þeir eru hörkulega ákveðnir í því að sjá fyrir
endann á því.
Sú skoðun er almenn, að Hitler muni gera úrslitatilraun í sumar
til að veita Rauða hernum banasárið, eða að ná olíulindunum í
Bakú. Rússar vanmeta ekki það afl, sem þeir búast við að þýzka
hernaöarvélin eigi enn yfir að ráða. Þeir gefa því gætur, áhyggju-
fullir, en óhræddir. Þeir treysta Rauða hernum og sjálfum sér.
Allir töluðu með þakklæti um hjálp Breta og um láns- og leigu-
málann og hjálp Bandaríkjanna, sem nú hefur tekið á sig efnislega
mynd. Þeir tala með hrifningu um sigur vorn í Túnis, sem aðstoð
við hinn sameiginlega málstað. Þeir bíða og vona með auðskilinni
óþolinmæði eftir tilvonandi vígstöðvum í Vestur-Evrópu, sem létti
þungann á þeirra eigin vesturvígstöðvum.
Mér er í minni ýmislegt, er vakti sérstaka eftirtekt mína á ferða-
laginu. Þér kynnuÖ að vilja heyra eitthvað af því.
(1) Af því sem ég sá á leið minni, sem lá um Trinidad, Brasilíu,
Dakar, Nigeria, Khartoum, Egiptaland, Bagdad, íran, Moskvu, og
frá Nome til Washington, veitti ég hernaðarframkvæmdum vorum
ef lil vill mesta athygli.
Her vor hefur í sannleika unnið mikið starf. Það er her mikils
manns. Umhverfis alla jörðina hafa menn vorir komið upp risa-
vöxnum hernaöarbeykistöðvum, með mikilli fyrirhöfn við hin erf-
iðustu skilyrði, á skemmri tíma en dæmi eru til. í bruna hitabeltis-
ins og kulda heimskautsins hafa þeir afrekað hið ótrúlegasta. Á
fáum mánuðuin hafa verið reistar geysi-miklar herbúðir, sem ná
yfir margar ferhyrningsmílur lands, þar sem þurfti að ryðja frurn-
skóg eða rista fram flóa og fen og freðmýrar lieimskautslandanna.
Mýrarkalda, hitasótt, alls konar skaðvæn kvikindi, kuldi og hiti ■—
á öllu var sigrazt. Langir akvegir og víð jarðgöng voru fullgerð
svo að segja á einni nóttu. Stálbyggingar reistar hundruðum saman,
þar sem byggingarmennirnir urðu að handleika málmþynnurnar
í fjörutíu stiga frosti. Hvort heldur var suður í Afríku eða norður