Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 81
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
191
honum ekki, að mínum dómi, takast að framkvæma 1943. En verði
hann að hætta sókn, er hann í stöðugri hættu. Rauði herinn hefur
alltaf varðveitt hæfileika sína til frumkvæða. Það er hans æðsta
dyggð. Hún stendur án afláts ógnandi yfir Hitler í austri.
(6) Enn vil ég geta einnar áberandi staðreyndar, sem ég hugsa,
að þér munuð vera hreyknir af: Hún er í stuttu máli þelta:
Á öllu ferðalagi mínu frá Brasilíu til Síberíu heyrði ég stöðugt
af vörum fólks nafn manns, sem talinn var einn af mestu forustu-
mönnum heimsins, við þetta nafn voru bundnar vonir milljóna
manna og kvenna á þessari örlagastund veraldarsögunnar. Þetta
er nafn Ameríkumanns — Franklin Roosevelts — starfsbróður yðar,
fyrrum landstjóra í Nevv York ríki. Ég er viss um, að sérhver
Ameríkumaður fyllist fögnuði og stolti við þessa staðreynd.
(7) Skoðun, er ég myndaði mér fyrir fimm árum, hefur nú
fengið staðfestingu sína. Sú skoðun, sem sé, að fólk Sovétríkjanna
og leiðtogar þess eiga enga heitari ósk en friður megi ríkja í
heiminum. Rússar trúa Bretum, Bandaríkjunum og hinum samein-
uðu þjóðum. Þeir krefjast að trú þeirra sé sýnd virðing og trún-
aðartraust. Megi þeir treysta trú og vilja hinna fjögurra stórvelda
heimsins og hinna sameinuðu þjóða til að skapa samfélag í veröld,
þar sem ríki lög og réttur, þá munu þeir, að mínu álili, sýna jafn-
■mikið víðsýni, mannúð og ósérplægni og nokkur önnur þjóð
heimsins.
(8) Þá kem ég að því sem ef til vill hafði sterkust og eftirminni-
legust áhrif á mig, en það var Stalingrad.
Stalingrad teygir sig meðfram Volgu á um það bil fjörutíu og
fimm mílna svæði. Raunverulega var öll iniðborgin og norðurhluti
hennar alveg gersamlega eyðilagður. Ekkert stóð eftir nema þunnir,
naktir veggir, þaklausir og gluggalausir, sem virtust teygja sig móti
himni líkt og hvítir, fórnandi armar. Eða þá svört, kolhrímug, stór
svæði, þar sem eldurinn hafði brennt allt niður að hinzta grunni.
Þar voru margar, margar húsaraðir — heil hverfi — þar sem ekk-
ert stóð nema einstaka einmanalegur reykháfur, allt annað var rúst.
Umhverfis alla borgina — og reyndar í borginni sjálfri — var jörð-
in sem bólugrafin eftir sprengjur, skotgrafir, loftvarnabyrgi, skrið-
drekaflök, eyðilagðar flugvélar og verksummerki eftir orustur.