Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 83
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
193
annarra hinna sameinuðu þjóða. Slíkt samkomulag er ekki meira
virði en það traust, sem hver þessara þjóða ber til annarrar. Traust
Rússa á oss er eins áríðandi og traust hinna sameinuðu þjóða og
vor sjálfra er á Rússum.
Það eru til menn í landi voru, sem ennþá deila á Rússland, sem
hreyta úr sér ónotum og rífast út af því, hvernig Rússar lifa og
haga sínu eigin stjórnarfari, sem er mál, er eingöngu varðar þá
sjálfa og enga aðra. En þetta er að reka erindi Hitlers. Hernaðar-
vél Hitlers gerir allt, sem áróðursvél Göbbels getur upphugsað til
þess að koma oss til að óttast og hata Rússa og Rússum til að óttast
og hata oss. En það er hið aleina, sem með nokkru móti gæti bjarg-
að nazistunum.
Það er hvorki hagsýnt, viturlegt né rétt að hvetja til tortryggni
gagnvart Sovétstjórninni eða ráðast á leiðtoga hennar. Gerðir vorar
nú geta ráðið úrslitum um það við hvaða kjör barnabörn vor munu
búa.
Ég veit, að ég get í fullu trausti beint þeirri uppástungu til yðar,
landstjórar vors mikla lýðveldis, yðar, sem ég veit, að eruð unn-
endur friðar og góðir Ameríkumenn, að vér skulum allir leggjast
á eitt að skapa með sameinuðu átaki það almenningsálit á þessum
alvörutímum, þegar bæði stríðið og friðurinn er í voða, að styrkja
beri traust vort á samherjum vorum og traust þeirra á oss. Rússum,
Bretum, Kínverjum og öðrum sameinuðum þjóðum má ekki stía í
sundur með umburðarleysi og smámunalegri gagnrýni einnar þjóð-
arinnar á annarri. Það er mjög áríðandi fyrir oss alla. Sundraðar
munu þjóðir vorar glatast. Sameinaðir getum vér unnið stríðið,
tryggt framtíð barna vorra og haldið trausti vorra stríðandi manna.
Halldór Siefánsson þýddi.
13