Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 84
Björn Franzson:
HAGFRÆÐI OG HEILASPUNI
Nokkrar athugasemdir um hagfrœðikenningar
Gylfa Þ. Gíslasonar
(Þessi grein hefur legið hjá tímaritinu Helgafelli síðan á miðju sumri,
en ritstjórinn Magnús Asgeirsson, kvæða þýðandi og ljóða, hafði lofað
því að taka af mér svargrein í næsta hefti ritsins. Síðan hefur honum
snúizt hugur, og lýsir nú yfir því, að hann treysti sér ekki til að taka
við greininni óbreyttri, vegna þess að hún sé með — ritdeilusniði!
Þetta er ástæðan til þess, að ég hef leitað með greinarkornið á náðir
Tímarits Máls og menningar).
I jólahefti Helgafells 1942 ritaði ég stutta grein,1 þar sem ég
gagnrýndi ritdóm Gylfa Þ. Gíslasonar hagfræðings í næsta hefti á
undan um bókina Undir ráSstjórn og sýndi frarn á ýmsar firrur, er
hann hafði farið með. Hvort tveggja er mannlegt, að láta sér skjátl-
ast og eiga örðugt með að viðurkenna villur sínar. Gylfi Þ. Gíslason
hefur ekki reynzt upp hafinn yfir þennan mannlega breyzkleika.
Hann birtir svargrein í janúar-marz heftinu 1943 og reynir þar að
berja í brestina. En því miður verður ekki hjá því komizt að kveða
upp þann dóm, að við þetta er síðari villan orðin verri en hin fyrri.
VERULEIKINN ÓHLÝÐNAST LÖGMÁLINU
Deilan reis út af þessum orðum ltöfundar áður nefndrar bókar:
„Það hefur engin sjáanleg áhrif á vöruverð eða starfsmannalaun,
hvort mikið eða lítið safnast fyrir af gjaldeyri í Ráðstjórnarríkjun-
um. Vöruverðið er fast alveg eins og verð á gasi eða vatni í bæjurn
1 Fyrirsögn greinar minnar, „Guðfræði og hagfræði“ er því miður úl í hött,
með því að málið er guðfræðinni með öllu óviðkomandi. Fyrirsögnin var á-
kveðin af ritstjórninni og ekki í samráði við mig.