Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 85
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
195
á Englandi og getur ekki breytzl eftir up]iliæð þess gjaldeyris, sem
er í umferð.“
Gylfi Þ. Gíslason fullyrðir, að dómprófasturinn fari hér með fjar-
stæðu, og telur þessi unnnæli hans bera vitni um vanþekkingu eða
þá vanskilning á kvantítetslögmálinu, sem svo er nefnt. Sú fullyrð-
ing G. Þ. G. jafngildir þeirri staðhæfingu, að vöruverð í Ráðstjórn-
arrikjunum hljóti að fara eftir aupphæð þess gjaldeyris, sem þar
safnast fyrir eða er í umferð, og þá með þeim hætti, sem nefnt lög-
mál segir fyrir um. Nú er vitanlegt, að þessi gjaldeyrisupphæð hefur
farið ört vaxandi í Ráðstjórnarríkjunum árin fyrir styrjöldina.
Verðlag ætti þess vegna, samkvæmt fullyrðingu G. Þ. G., að hafa
farið síhækkandi þar í landi á sama tímabili. Hins vegar er það al-
kunn staðreynd, að verðlag jór á þessu tímabili sílœkkandi. Veru-
leikinn hefur farið sínu fram án þess að hirða um fyrirmæli lög-
málsins.
Þessi þróun í Ráðstjórnarríkjunum síðustu árin er raunar ekkert
einsdæmi um það, að verðbreytingar geti farið fram án þess að vera
í nokkru samræmi við peningaveltuna í þjóðfélaginu á þann hátt,
sem G. Þ. G. og kvantítetslögmál hans krefjast. Slíkum dæmum hef-
ur farið sífjölgandi á síðastliðnum aldarfjórðungi og ekki sízt eftir
að önnur heimsstyrjöldin hófst. Nærtækasta dæmið er þó þróun
þessara mála hér á landi síðastliðin þrjú ár. í útvarpsræðu, sem
Björn Olafsson fjármálaráðherra flutti eigi alls fyrir löngu og prent-
uð er í Vísi 10. júní 1943, er á það bent, að seðlaveltan í landinu
hafi tífaldazt eða rúmlega það frá 1. maí 1939. Á þessu tímabili
hefur að vísu orðið mikil verðhækkun í landinu, en sú verðhækkun
er þó hvergi nærri sambærileg við þessa auknu seðlaveltu, því að
verðvísitalan komst aldrei hærra en í 272. „Eftir þeirri verðhækk-
un“, segir ráðherrann, „sem orðið hefur, og þeim vexti, sem við-
skiptin hafa tekið, ætti seðlaveltan ekki að vera hærri en 4—5 sinn-
um það, sem hún var 1939. Hér við bætist svo seðlanotkun setu-
liðsins“. Vér sjáum bér, að seðlaveltan tífaldast rúmlega, á meðan
verðlag þrefaldast eða því sem næst. Og síðustu mánuðina hefur
verðlag meira að segja farið lækkandi, ekki vegna þess, að áður
væri farið að draga úr þessari miklu seðlaveltu. heldur vegna að-
gerða stjórnarvaldanna.