Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 91
TÍMARIT MÁLS 00 MENNINGAR
201
VIÐURKENNT LÖGMÁL?
Hver sá, sem vill glöggva sig á kvantítetslögmálinu eða ganga úr
skugga um, við hvað sé átt með orðinu, kemst brátt að raun um,
að þetta er ekki eins auðvelt verk og ætla mætti, — ekki reyndar
vegna þess, að málið sé svo flókið í sjálfu sér, heldur af hinu,
hversu ótrúlegur hugtakaruglingur er ríkjandi í þessum efnum. Skil-
greiningar á lögmálinu eru fjölmargar, flestar óljósar og ber lítt
saman. Höfuðástæða þessa hugtakaruglings er mjög auðskýrð. Það,
sem öllum kemur saman um og ekki hefur verið um deilt, er þetta,
að kvantítetslögmálið eigi að tilgreina ákveðið orsakasamband milli
peningamagns og vöruverðs, þannig að verðið ákvarðist með nokkr-
um hætti af peningamagninu. Hins vegar eru til ákveðnar jöfnur,
P-U = Vm-V, sem tákna „í raun og veru þá mjög svo einföldu
staðreynd, að það peningamagn, sem greitt er fyrir vörumagnið,
sem fyrir hendi er á ákveðnu tímabili, hlýtur að vera jafnt summ-
unni af verði allrar þeirrar vöru, sem keypt hefur verið“, án þess
að þar komi til greina minnsti vottur þess orsakasambands milli
peningamagns og verðlags, sem kynni annars að eiga sér stað. Hag-
fræðingarnir gerðu sér nú hægt um hönd og gáfu þessum jöfnum
sínum hið íburðarmikla nafn kvantítetslögmál. Og eins og sumar
frumstæðar þjóðir trúðu því, að börnin, sem skírð voru nöfnum
skógardýra, öðluðust við það hreysti og fráleik dýranna, þannig
fóru hagfræðingarnir að trúa því sjálfir, að jöfnurnar hefðu við
nafngiftina öðlazt allt eðli kvantítetslögmálsins. Þeir tóku meðal
annars að lesa út úr því orsakasambönd, sem áttu sér raunar hvergi
stað nema í nafninu, og höfum vér hér að framan séð átakanleg
dæmi um það, hvernig slíkt hlýtur að gefast.
Auðvelt væri að komast hjá miklu af þessum liugtakaruglingi
með því einfalda ráði að skíra jöfnurnar upp, hætta að nefna þær
kvantítetslögmál, en kalla þær í staðinn viðskiptajöfnur eða eitt-
hvað slíkt. Menn mundu þá síður freistast til að lesa út úr þeim
fróðleik, sem þær hafa alls ekki í sér fólginn, og rökræður um málin
gætu þá hafizt út frá raunhæfum forsendum.
Ohætt mun að fullyrða, að hinir glöggskyggnari hagfræðingar
muni yfirleitt gera sér ljóst, að viðskiptajöfnurnar eru gersamlega