Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 93
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
203
bjarga lögmálinu hafa menn því tekið það ráð að orða það svo, að
verðbreytingar séu háðar breytingum á peningamagninu að öðru
óbreyttu. Hér er orðalagið raunar orðið svo almennt og óákveðið,
að lítið er ó slíku „lögmáli“ að grœða.
Eins og að er vikið í fyrr nefndri grein í alfræðibókinni brezku,
hefur skilgreining manna á kvantítetslögmálinu fró upphafi vega
tekið ýmsum gagngerðum breytingum og löngum verið hið mesta
deiluefni hagfræðinga. Þar er einnig á það bent, að lögmálið verði
ekki sannað með því að skírskota til reynslunnar, því að aldrei sé
unnt að sýna fram á, að „önnur þau atriði, er til greina koma“,
hafi ekki tekið breytingum á því tímabili, sem um ræðir. í kennslu-
bók í hagfræði eftir Richard T. Ely, sem mun vera notuð við kennslu
hér í Hóskólanum, er sagt, að kvantítetslögmálið í venjulegu formi
sé beinlínis rangt, þegar aðeins sé um skamman tíma að ræða. Þar
er lögmálið því orðað á þá leið, að verðbreytingar fari í sömu
stefnu og breytingar á peningamagni í notkun að öðru óbreyttu,
ef um allverulegar tímalengdir sé að ræða. Hvað eru hins vegar „all-
verulegar tímalengdir“?
Af öllu þessu mætti ljóst vera, að það muni næsta hæpið, er
G. Þ. G. kallar kvantítetslögmálið „viðurkennt hagrænt lögmál“,
jafnvel þó að gert væri ráð fyrir, að liann hefði ekki eingöngu haft
í huga viðskiptajöfnurnar P-U = Vrn-V, því að frumskilyrði
þess, að lögmál geti talizt viðurkennt, hlýtur þó að vera það, að
yfirleitt sé lagður í það nokkurn veginn hinn sami skilningur af
málsmetandi mönnum.
ENN NOKKRAR ATHUGASEMDIR
I grein minni hafði ég bent á vöruskortinn í Ráðstjórnarríkjun-
um á undanförnum órum til sönnunar því, að kvantítetslögmálið
gæti ekki verið í gildi þar í landi. G. Þ. G. svarar þessu með þeirri
furðulegu staðhæfingu, að vöruskorlurinn í Rússlandi sé engin af-
sönnun á kvantítetslögmálinu, lieldur enn ein staðfesting á því. Þó
viðurkennir hann reyndar, að í Ráðstjórnarríkjunum sé verðmynd-
un ekki frjáls, heldur ákveði stjórnarvöldin lægra vöruverð en það,
sem skapa mundi jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. en af