Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 102
lsak Löb Peretz: KONU REIÐI
Hið litla herbergi er skuggalegt eins og fátæktin, sem loðir við
veggi þess. í hrörlegt loftið er festur krókur, menjar eftir löngu
horfinn hengilampa. Gömul, skellótt eldavél, sem girt er umhverfis
með grófum poka, hallast upp að sortulegum nágranna sínum, tómu
eldstæði, þar sem hvolfir matarpottur með skörðóttum barmi. Við
hlið hans liggur brotin skeið, sem varð örlögum sínum að bráð
í ójafnri baráttu við kaldar, liarðar grautarskófir.
Herbergið er hlaðið húsgögnum, þar er fjögurra stöpla rúm með
rifnu áklæði, koddarnir, sýnilegir gegnum götin á því, eru ver-
lausir. Þar er rugga með stóru, gulu barnshöfði í, kista með laufum
úr máhni og opnum hengilás — sýnilega er þar ekkert verðmæti
falið — ennfremur borð og þrír stólar (upprunalega rauðmálaðir),
matarskápur, orðinn fyrirgengilegur. Er við þetta bætist fata með
hreinu vatni og önnur fata með óhreinu vatni, eldskörungur og
kolaskófla, skilst manni, að varla muni nál þar niður stingandi.
Og auk þess eru bæði hann og hún í þessu herbergi.
Hún, miðaldra Gyðingakona, situr á kistunni, sem kemst með
herkjum milli rúmsins og ruggunnar.
A hægri hönd henni er óhreinn, lítill gluggi, til vinstri handar
borðið. Hún er að prjóna sokk og ruggar vöggunni með fætinum,
en hlustar á hann lesa úr talmúðnum með raunalegri raustu og
rúmenskum framburði, þar sem hann situr við borðið og rær fram
og aftur margvíslegum, rólausum hreyfingum. Hann kingir sumum
orðunum, á öðrum dregur hann seiminn, stundum bítur hann þau
sundur, en stundum hleypur hann yfir þau, sum les liann með á-
herzlu, hægt og af tilfinningu, öðrum ryður hann úr sér kæruleysis-
lega eins og þurrum baunum sé hellt úr poka, og aldrei þegir hann
andartak. Fyrst dregur hann upp úr vasa sínum vasaklút, sem ein-
hverntíma hefur verið rauður, og þurrkar sér um nef og brár,
síðan lætur hann klútinn detta í kjöltu sína og fer að snúa upp á
hárlokkana við eyrun, eða togar í þunnt. hæruskotið tjúguskeggið.