Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 107
ARTHUR CALDER-MARSHALL:
Skáldsögur Jolm Steinbecks
Ég hef alltaf álitið, þó að það væri fremur trú mín en nokkuð
annað, að skipting bókmennta í „alþýðlegar bókmenntir“ og „æðri
bókmenntir“ væri röng. Þó að hinar æðri bókmenntir hefðu til síns
ágætis stílfegurð og næman skilning á skapgerð og skapbrigðum,
fannst mér þær oft og tíðum skorta viðburðarás, dramatískt ris og
innileik þeirra skáldsagna, sem ómerkari eru frá fagurfræðilegu
sjónarmiði. Verulegt snilldarverk fannst mér myndi sameina þetta
hvorttveggja. Þá myndi greinarmunurinn hverfa. Þeir sem aðeins
lesa „vegna sögunnar“, myndu verða ánægðir og sömuleiðis þeir,
sem sækjast eftir bókmenntalegum og sálfræðilegum skarpleik.
Í þau tíu ár, sem ég hef ritað um bækur, hef ég lesið margar
skáldsögur, sem mér hefur þótt fengur í að kynnast og hafa veitt
mér unun fagurrar listar. Þó hefur það aldrei hvarflað að mér að
nota orðið „snilldarverk“ um neitt nútímaskáldverk. Aldrei, þar til
ég las skáldsögu Johns Steinbecks, The Grapes of Wratli (Þrúgur
reiðinnar).
The Grapes of Wrath kom út í vor í Bandaríkjunum. Svo að segja
öll bókmenntafélög völdu hana, og hún lilaut stórkostlegt lof bæði
í bókmenntatímaritum og dagblöðum. Kvikmyndarétturinn var
keyptur fyrir þrettán þúsund pund. — Hún hreif í vetfangi alla
þjóðina.
Vinsældir bóka eins og Goue wilh the Wind (Á hverfanda liveli)
eða Anthony Adverse eru einkar skiljanlegar. En þær eiga lítið skylt
við alvarlegar bókmenntir. Sigurför The Grapes of Wrath er hins
vegar athyglisverð og gleðileg. Sú bók boðar ekki flótta frá veru-
leikanum. Hún er helguð Ameríku nútímans, fjallar um örlög nokk-
urra bláfátækra og uppflosnaðra bænda, og hvílir harla lítið af
ljóma frönsku byltingarinnar og borgarstríðsins yfir lífsferli þeirra
og lifnaðarháttum. Staðreyndirnar, sem hún byggist á, eru beiskar,