Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 115
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
225
Ódrengskapur er það, sem kemur manninum til að íyrirverða sig
fyrir sjálfan sig og finnast hann óhreinn.
Sjódfólkið er aðeins ein fjölskylda, en hún er fulltrúi hundraða
og þúsunda af fjölskyldum, sein slæmir tímar, nýjar landbúnaðar-
aðferðir og bankarnir hrekja á brott úr miðríkjunum. Þær haía
lifað og dáið í átthögum sínum, og nú eru þær heimilislausar.
Að vestan koma menn með auglýsingjaskjöl, sem á er ritað, að
atvinnu og auð sé að fá í Kaliforníu. Þúsundir ávaxtatínslumanna
vantar, og hundruð þúsunda af uppflosnuðum bændum halda ásaint
fjölskyldum sínum til Kaliforníu, lands allsnægtanna.
The Grapes of Wrath segir frá leiðangri einnar slíkrar fjölskyldu.
Búshlutirnir eru seldir fyrir hálfvirði. Og gamall vagn er keyptur
fyrir tvöfalt verð. Síðasta svíninu er slátrað, og það saltað. Og allri
fjölskyldunni er hrúgað upp í gamla vagninn ásamt tjaldi og steik-
arpönnum, fötum og áhöldum og hundum, og lagt er af stað í tvö
þúsund mílna langa ferð yfir eyðimerkur og fjöll vestur til Kyrra-
hafsins.
Það leyfir ekki af, að peningar séu til fyrir benzíninu. Engum
eyri má eyða í matarkaup fram yfir hið allra nauðsynlegasta. Á
kvöldin er tjaldið reist við veginn. Fyrstu nóttina deyr afi, og engir
peningar eru fyrir hendi til að veita honum sæmilega útför, og það
varðar við lög að jarða liann án þess að gera yfirvöldunum að-
vart. Þess vegna jarða þau hann við lækinn og pára grafskrift á
saurblað, sem þau rífa úr biblíu, ef fyrir kæmi, að einhver rækist
á leiði hans og héldi, að hann hefði verið myrtur:
„Hér hvílir Vilhjálmur Sjód, fjörgamall maður, dó af slagi. Fólkið hans gróf
hann hérna af því það átti ekki peninga til að borga fyrir jarðarförina. Enginn
drap liann. Hann fékk heilablæðingu."
Þau slást í förina með annarri fjölskyldu, Vilsonsfólkinu. Dag
eftir dag og viku eftir viku halda þau áfram og hitta annað fólk
á sömu leið. Lesandinn fylgist með hinum hversdagslegu, en örlaga-
ríku vandamálum ferðarinnar. Endast hjólbarðarnir? Þrjóta pen-
ingarnir? Hvernig mun amma taka dauða gamla mannsins? Áttu
þau Rut og Vinfíld að fá sér ís? Hvar er næsta bílaviðgerðarverk-
stæði, og hefur það varahlutina, sem vantar?
15