Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 117
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
227
aftur, og er kaup þeirra þá lækkað niður í það, sem verkfallsmenn
höfðu hafnað.
Enginn endir eru á sögu Sjódfólksins, og hún endar ekki fyrr en
með því félagskerfi, sem gerir nauðsynlega þessa ódýru aðkomu-
fólksvinnu. Endirinn, sem Steinbeck hefur valið, er tilbúinn og tákn-
rænn. Það er eini lélegi staðurinn í allri bókinni, þeirri bók, sem
ég hika ekki við að telja merkustu skáldsöguna, sem út hefur komið
í Ameríku í tuttugu ár.
Þó að Grapes of Wrath sé harmsaga að efni til, er hún undir
niðri full af von. Sjódfjölskyldan og það fólk, sem hún hittir á leið
sinni, er í eðli sínu svo gotl fólk, að maður finnur að með því er
hægt að framkvæma hverjar þær breytingar, sem nauðsynlegar eru.
Manni verður það aldrei á að vorkenna því, einkum vegna þess, að
maður er því svo samrunninn, að það myndi verða sjálfsmeðaumk-
un og Sjódfólkið aumkar ekki sjálft sig.
(Fortnightly Review, 1939).
Gísli Asmundsson íslenzkaði.