Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 120
230
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
muni eiga eftir að sigra heiminn: sá, sem annar barðist fyrir á Spáni, en hinn
var farinn til að berjast fyrir á vígstöðvum Rússlands. Hjá Brynjólfi vógu
sjónarmið þjóðernisins þyngst, og landsins, er hann var tengdur starfi sínu
og framtíðardraumi. Honum þótti sem allt hryndi í rúst við atburði þá, er yfir
þau dynja. Börnin höfðu brugðizt. Og þegar hann loks leit upp frá starfi, sá
liann, að hann hafði sjálfur brugðizt: öllum dýpra tilgangi lífsins, hinni fé-
lagslegu hugsjón, sjálfri skyldu sinni við hina fátæku, er væntu af honum
forystu sakir menntunar lians og gáfna. Einmitt þess vegna stóð hann nú ein-
mana á jörð sinni, og hver og einn sveitunga hans í sömu sporum og áður, í
sömu fátækt, skilningsdaufir, forystulausir. Hjarta hans er fullt ásökunar. Og
loks, þegar allt er um seinan, land hans hernumið, hörn hans flogin, vaknar
hann, — og skelfist. Og þá rís hann og krefst af hörnum sínum ákveðinnar
skyldu: sama hugsunarháttar og hann sjálfur hefur átt, búskaparhyggju, skil-
yrðislausrar þjóðrækni. Hvaða rétf hafði hann til þess? Hann spyr ekki að
því, þar sem nú ólgar hlóð hans. Og þó er hann veill og hálfur, þessi eigin-
hyggju hóndi, þessi stritbundni þegn jarðar sinnar, er veit á sig hina þyngstu
sök: að hafa brugðizt skyldunum við aðra. Allar kröfur hans nú verða ótta-
blandið hróp: ekki til að bjarga neinu við, heldur einungis til að særa og
hræða. Hvernig bregzt liann við hrösun dóttur sinnar? Hann atyrðir hana,
og sýnir barni hennar lítilsvirðingu. Hann ætlaði sér með því að halda uppi
virðingu sinni og föðurlandsins og rétti þjóðernisins. En hvað vannst? Hann
gat ekki hrundið frá sér þeirri ásökun, að með framkomu sinni hafi hann
orðið orsök þess, að bæði fórust, dóttir hans og barn hennar. Hann hafði öllu
glatað, en engu hjargað við: „Ættjörð hans gretti sig frarnan í hann, eins og
hún vildi segja: Barn þitt er dáið, en ég er engu nær. Þjóðernið bylti sér í
hlóði lians, eins og það vildi æpa: Barnaharn þitt er dáið, en ég er engu nær.
— Og nú loks skildi hann til hlítar, af hversu djúpum skilningi á veruleikan-
um mannlegar hugsjónir urðu að rísa, ef þær áttu að hlýða kalli lífsins. Nú
sá hann, að sú ættjarðarást, sem fordæntdi fákæna móður, og sá þjóðernis-
metnaður, sem útskúfaði vamarlausu barni, það voru hugsjónir, sem leiddu
til fjandskapar og dauða. Nú sá hann, að einmitt þessar hugsjónir höfðu alla
tíma verið notaðar til réttlætingar styrjöldum, — einnig þeirri styrjöld, sem
nú geisaði og orðið hafði svo nærgöngull örlagavaldur Miklabæjarfjölskyld-
unnar“ (bls. 326—327). I stað þess að finna raunsæja lausn á vandamálum
lífs síns, ber hann í örvæntingu sinni á náðardyr guðs, sem af eðlilegum
rökum svarar bóndanum á máli náttúrunnar og moldarinnar. Um stefnuna
framundan verður hann engu nær. Hann getur ekki fylgt Hákoni út á braut
afturhalds og þjóðsvika, og hann er jafn skilningslaus gagnvart byltingar-
stefnu Mána. Þessi umbótasinnaði, menntaði miðlungsbóndi, hinn einangraði
eiginhyggjumaður, stendur ráðþrota og örvinglaður, hrotgjarn minnisvarði
kynslóðar, sem vissi enga stefnu á örlagatíma þjóðar sinnar. Hið lengsta, sem
hann komst, þegar atburðimir knúðu á, var að skynja, að framundan væru
stórkostlegir hlutir: „Ný öld. — En um leið gerði hann sér Ijóst, að jafnvel