Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 134
244
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR
aldarinnar og teygðu úr sér móti sólu hinnar nýju aldar, voru ekki hræddir.
Með þeim skyldi Island byrja að lifa.“ Hann er stoltur af sigrum þeirra: líti
aldamótaæskan nú „út um glugga sinn, getur hún séð, að vilji og þor hennar
hefur afkastað kraftaverki til lands og sjávar." (Island 20. aldar). Samt deilir
hann hart á þjóð sína, og spyr fyrir hönd æskunnar: „Hvar voru hallir list-
anna? Höll málaralistarinnar? Höll söngsins? Hvar var hið margþráða leik-
hús?“ I greininni „Djúpir eru Islands álar“ þykja honum hjartaslög Islend-
inga hæg og treg, og hæðir hugleysi þeirra, og telur þá komast það lengst að
heygja á alla vegu orðið hugrakkur. I smágreininni „Quo vadis?“ (Hvert
stefnir), ritaðri 10. apríl 19d0, er lagt til, að Islendingar stofni þá þegar lýð-
veldi: „Blíður andi vorsins færist nú yfir Island. Látum oss fagna vorinu og
strengja þess heit, að gera skyldu vora ljóst sem leynt, svo við vinnum sjálfir
sigur í seinasta bardaganum, sem er við okkur sjálfa, og að sigurinn verði, að
við sýnum okkur verðuga þess, sem forlögin nú hafa fært okkur."
Þannig er Eggert með hug og sál bundinn Islandi.
Margar greinar eru í bókinni utan þeirra, sem getið er: Pétur A. Jónsson
óperusöngvari 50 ára, Áskell Snorrason tónskáld og söngkennari, Brynjólfur
ÞórSarson listrnálara, MeS Shelley á jerS um ísland, Sigvaldi Kaldalóns sex-
tugur, Ekki vænti ég þú lieitir Gilitrutt?, 11 paradiso, ævintýrið NorSangarri
o. fl. Alls staðar koma fram stór sjónarmið og bregður leiftrum andagiftar,
og hjartað er heitt, sem á bak við slær. Höfundur hefur ekki nógu sterkt vald
á íslenzku máli, en finnur þó glögglega hrynjandi þess og stemningu.
Eggert hefur oftar en einu sinni spurt mig: hví stendur þú ekki með þessari
hók? Hér skal ég gefa svarið: I lífi og dauða stend ég með þessari bók og
þeim anda, sem hún er innblásin: trúnni á fegurðarinnar ísland, það ísland,
sem við sjáum í hillingum, kynslóð fram af kynslóð, og okkur hættir aldrei
að dreyma um.
íslands fata morgana er óvenju vönduð hók að öllum frágangi, í myndarlegu
hroti, með ljósmynd af höfundi, og teikningu af honum á kápu eftir Gunnlaug
Blöndal listmálara. Prentsmiðjan Hólar h.f. hefur prentað bókina.
Kr. E. A.
SagnfræSirit
Á þessu ári hefur íslenzk alþýða eignazt þrjú sagnfræðirit, hvert öðru
nýstárlegra. Þau eru: Islenzk menning eftir prófessor Sigurð Nordal, fyrsta
bindið, sem út kemur af Arfi íslendinga, Mannkynssaga eftir Ásgeir Hjartar-
son, fyrsta bindi mannkynssögu þeirrar, er Mál og menning hefur ákveðið
meðal útgáfubóka sinna, og sú þriðja er SiSskiptamenn og trúarstyrjaldir
eftir Sverri Kristjánsson, flokkur útvarpserinda, er hann flutti síðastliðinn
vetur, og er sú bók útgefin af nýju útgáfufélagi, er Reykholt nefnist. íslenzkr-