Ægir - 01.02.2012, Qupperneq 11
11
F I S K V I N N S L A N
Byggingaframkvæmdir eru nú
hafnar hjá bol- og uppsjávar-
frystihúsi Ísfélags Vestmann-
eyja á Þórshöfn en ætlunin er
að auka frystigetu hússins á
uppsjávarfiski um 100 tonn á
sólarhring. Rafn Jónsson,
rekstrarstjóri, segir markmið-
ið að ljúka framkvæmdum í
lok júlí þegar vænta má að
makrílveiðar verðið komnar í
fullan gang.
„Við fáum blástursfrysti frá
Dantech, sem er dótturfyrir-
tæki Marels, en samhliða því
að koma blástursfrystinum
fyrir í nýja húsinu stækkum
við einnig umbúðageymslu
og fleira í leiðinni. Fyrst og
fremst erum við að horfa til
þess að frysta makríl og síld í
þessum nýja frysti, auk þess
sem við gætum einnig nýtt
okkur hann í loðnufrystingu
þegar fram líða stundir,“ segir
Rafn.
Blástursfrystar hafa skilað
góðum árangri í uppsjávar-
frystihúsinu á Vopnafirði en
þessi frysting hentar bæði í
stærri makrílinn og afurðin er
verðmætari en hefðbundin
blokkarfrysting.
„Við höfum afkastað um
160 tonnum á sólarhring í
frystingunni í loðnu og síldar-
flökum en þegar við heilfryst-
um í plötufrystunum þá höf-
um við getað afkastað um
100 tonnum á sólarhring.
Með öðrum orðum erum við
því að nærfellt tvöfalda af-
kastagetu okkar í heilfryst-
ingu með tilkomu blásturs-
frystingarinnar. Blástursfryst-
ingin fer líka betur með hrá-
efnið en plötufrystarnir og
við sjáum því fram á að bæta
við okkur talsvert verðmætari
framleiðslu en við höfum ver-
ið með fram til þessa,“ segir
Rafn.
Góð loðnuvertíð að baki
Góðri loðnuvertíð er nýlokið
og er Rafn ánægður með
hvernig vinnslan gekk fyrir
sig. „Ég held að það sé óhætt
að gleðjast yfir þessari vertíð.
Bæði gengu veiðarnar ágæt-
lega þrátt fyrir risjótta tíð og
sömuleiðis hefur gengið vel
að losna við afurðir. Menn
voru í upphafi vertíðar ugg-
andi um að hik kæmi á mjöl-
markaðinn þegar mikið magn
kæmi héðan inn á hann en
það hefur ekki gengið eftir,“
segir Rafn en næsta törn
verður með síld- og makríl-
veiðum í sumar. „Við reikn-
um með að veiðarnar á mak-
ríl hefjist ívið seinna en í
fyrra. Makríllinn er viðkvæm-
ur á þessum tíma og betra að
eiga við hann í vinnslunni
þegar komið er lengra fram á
sumarið og hann orðinn feit-
ari. Af reynslunni vitum við
líka að héðan af miðunum
fyrir austan landið erum við
að fá blandaðri afla með
makríl og síld en hreinni
makrílfarma fyrir sunnan
land. Blástursfrystirinn auð-
veldar okkur þannig að vinna
úr blönduðu förmunum,
flokka og flaka síldina í tvo
flokka en stýra makrílnum í
blástursfrystinguna.“
Frystihús Ísfélagsins Vestmannaeyja á Þórshöfn:
Byggt yfir nýja blásturfrystingu
fyrir makrílvertíðina
Miðað við heilfrystingu gæti afkastageta Ísfélagsins á Þórshöfn nærfellt tvöfaldast með tilkomu nýju blástursfrystingarinnar. Unnið er af fullum krafti við viðbygginguna á
Þórshöfn þessa dagana.