Ægir - 01.02.2012, Síða 12
12
S A G A H A F R A N N S Ó K N A S K I P A N N A
Bjarni Sæmundsson RE 30
Árið 1958 samþykkti Alþingi
lög númer 33 um útflutnings-
sjóð og fleira. Helstu tekjur
sjóðsins voru svokallað út-
flutningsgjald sem lagt var á
allar sjávarafurðir. Lögin eru í
62 greinum sem skiptast í níu
kafla. Í tíundu grein segir:
„Útflutningsgjald af íslenskum
sjávarafurðum samkvæmt 1.
gr. laga nr. 66 frá 1957 skal
innheimt með 65% álagi. Álag
þetta renni til Fiskveiðisjóðs
Íslands að 11/13, til Fiski-
málasjóðs að 1/13 hluta og til
haf- og fiskirannsóknaskips,
er ríkisstjórnin lætur byggja í
samráði við fiskideild At-
vinnudeildar Háskóla Íslands
að 1/13.“ Þar með var lagður
fjárhagslegur grundvöllur að
smíði skipsins. Sjávarútvegs-
ráðuneytið fylgdi þessu eftir
með því að kveðja tvo fulltrúa
Fiskideildar, þá Jón Jónsson
og Ingvar Hallgrímsson, til
ráðuneytis um undirbúning
að smíði hafrannsóknaskips-
ins.
Langur aðdragandi
Ingvar Hallgrímsson lýsir
framhaldi málsins á þessa
leið: „Haustið 1958 var sænski
skipaverkfræðingurinn Jan-
Olov Traung forstjóri skipa-
verkfræðistofu FAO fenginn
hingað til lands og samdi
hann smíðalýsingu og gerði
teikningu að rannsóknaskipi
fyrir Íslendinga. Skyldi skipið
vera um 43 m að lengd og af
hliðartogaragerð. Ekki varð af
frekari framkvæmdum að
sinni, en þó var teikning
Traungs tekin til endurskoð-
unar af okkur Agnari Norland
skipaverkfræðingi árið 1961.
Þegar hér var komið sögu
voru skuttogarar að leysa
hliðartogara af hólmi og var
því auðsætt að fyrirhugað
rannsóknaskip af hliðartog-
aragerð uppfyllti ekki framtíð-
arkröfur. Árið 1963 er málið
tekið upp að nýju en þá er
leitað til Seebeck skipasmíða-
stöðvarinnar í Bremerhaven í
Þýsklandi um gerð nýrrar
teikningar að rannsóknaskipi
af skuttogaragerð. Gerði stöð-
in nýja teikningu þetta ár og
var hér um að ræða öllu
stærra skip en Hafrannsókna-
stofnunin hafði haft í huga.
Næsta ár var því teikningin
öll endurskoðuð, aðallega
með hliðsjón af athugasemd-
um er við Agnar Norland
höfðum gert. Allan þennan
tíma má segja að undirbún-
ingur að smíði skipsins hafi
vart verið í föstum skorðum,
mest megnis vegna þess að
enginn aðili hafði málið bein-
línis á sinni könnu. Hins veg-
ar komst sá skriður á málið
hinn 4. maí 1964 að sjávarút-
vegsráðherra skipar bygging-
arnefnd hafrannsóknaskips og
eiga sæti í henni eftirtaldir
menn: Gunnlaugur E. Briem
ráðuneytisstjóri, formaður;
Davíð Ólafsson, seðlabanka-
stjóri (þá fiskimálastjóri);
Hjálmar R. Bárðarson, sigl-
ingamálastjóri, dr. Jóhannes
Nordal, seðlabankastjóri, og
Jón Jónsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunarinnar.
Undirritaður varð ritari nefnd-
arinnar og var okkur Agnari
Norland skipaverkfræðingi,
sem bar veg og vanda af und-
irbúningnum, falið að sjá um
smíðina til útboðs, þ.e. að
semja smíðalýsingu og gera
fullnægjandi teikningar í sam-
ráði við byggingarnefnd og
Hafrannsóknastofnunina, en
frá hendi stofnunarinnar unnu
Sigurður Lýðsson loftskeyta-
maður og Guðmundur Sv.
Jónsson með okkur. Verki
þessu lauk í marslok 1968.“1
Tíu ár voru þá liðin frá því að
undirbúningsvinna hófst en
fjögur ár frá því að byggingar-
nefndin tók til starfa og skrið-
ur komst á málið eins og Ing-
var Hallgrímsson tekur fram.
Hér birtist önnur greinin af þremur um aðdraganda og smíðí ís-
lenskra hafrannsóknaskipa. Í fyrstu greininni sem birtist í 1.
tölublaði Ægis 2012 var greint frá fyrstu hugmyndum um mikil-
vægi þess að Íslendingar eignuðust eigið hafrannsóknaskip og
rakin baráttan fyrir því. Þá var greint frá helstu leiguskipum og
svo þeim fiskiskipum sem Hafrannsóknastofnunin hafði til af-
nota áður en sérstök rannsóknaskip voru smíðuð. Í þessari
grein verður fjallað um aðdragandann að byggingu rs. Bjarna
Sæmundssonar RE 30 og rs. Árna Friðrikssonar RE 100. Heim-
ildir og myndir eru númeraðar eins og um eina grein sé að ræða.
Aðdragandi og
smíði íslenskra
hafrannsóknaskipa
5. mynd. Bjarni Sæmundsson sjósettur í Schiffbau-Gesellschaft Unterweser skipa-
smíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskaland 27. apríl 1970. Skipasmíðastöðin var
inni í landi á bökkum árinnar Geeste sem síðan rennur í ána Weser. Vegna þess
hve áin var mjó þurfti að sjósetja skip sem smíðuð voru í stöðinni á hlið og eins
setti þetta takmörk á hversu stór skip var unnt að smíða þar. Ljósm. Kroehnert.