Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2012, Qupperneq 16

Ægir - 01.02.2012, Qupperneq 16
16 skipinu Corella. Þar voru til dæmis tveir matsalir, annar fyrir yfirmenn, hinn fyrir há- seta en að sjálsögðu var gert ráð fyrir aðeins einum matsal í íslenska skipinu. Þá var gert ráð fyrir miklu fleiri skipverj- um í breska skipinu en ætlun- in var að yrðu í því íslenska. Af ýmsu öðru má nefna að rannsóknarstofurnar voru ólíkar í skipunum tveimur (8. mynd). Öll þessi teiknivinna var unnin á Fiskideildinni og átti Sigurður Lýðsson þar stærstan hlut en honum til aðstoðar voru Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur og Guðmundur Sv. Jónsson rannsóknarmað- ur. Agnar Norland og sam- verkamenn hans veittu einnig góðan stuðning. Þá var haft náið samráð við skipasmíða- stöðina, Brooke Marine Ltd. í Lowestoft þar sem Corella var í smíðum. Þess var vandlega gætt að allar breytingar væru þess eðlis að hvorki þyrfti að raska sjóhæfni né lögun skipsins þeirra vegna. Hinn 25. mars 1966 skip- aði sjávarútvegsráðherra fimm menn í nefnd er hafði það hlutverk að taka ákvarðanir um smíði og kaup á síldarleit- arskipi og semja frumvarp til laga um innheimtu ¼ % gjalds af aflaverðmæti síldveiðiflot- ans ásamt jafnháu gjaldi frá kaupendum síldarinnar. Í nefndinni áttu sæti: Jakob Jakobsson fiskifræðingur, for- maður; Jón Arnalds stjórnar- ráðsfulltrúi, tilnefndur af sjáv- arútvegsráðherra; Sveinn Benediktsson framkvæmda- stjóri, tilnefndur af síldarkaup- endum; Guðmundur Oddsson framkvæmdastjóri, tilnefndur af sjómannasamtökunum og Kristján Ragnarsson fulltrúi (síðar formaður LÍÚ), tilnefnd- ur af LÍÚ. Nefndin tók þegar til starfa og lauk fljótlega við að semja frumvarp um smíði síldarleitarskips og innheimtu- gjald af aflaverðmæti. Í fyrstu grein frumvarpsins segir „að ríkisstjórninni sé heimilt að gera samninga um smíði á síldarleitarskipi allt að 500 brúttó-rúmlestum að stærð. Jafnframt heimilast ríkisstjórn- inni að taka lán til greiðslu andvirðis skipsins“. Þá segir í athugasemdum með frum- varpinu „að ríkisstjórnin geri samninga um smíði á síldar- leitarskipinu enda verður það eign ríkissjóðs. Þar með ábyrgist ríkissjóður allar greiðslur og skuldbindingar vegna skipsins en fær á móti, til að standa straum af þeim greiðslum og skuldbindingum síldargjald það sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir þangað til stofnkostnaður skipsins ásamt tækjum og að meðtöldum vöxtum er að fullu greiddur. Ríkissjóður sér um innheimtu gjaldsins“. Frumvarpið var lagt fram á fundi í efri deild Alþingis 5. apríl 1966 og tekið til fyrstu umræðu 12. apríl og einróma afgreitt til neðri deildar 19. apríl. Neðri deild tók frumvarpið til umræðu 22. apríl og afgreiddi það einnig einróma sem lög frá Alþingi 26. apríl 1966 (Lög nr. 40 um smíði síldarleitarskips og síld- argjald). Samningar undirritaðir Smíðanefndin lagði til að samið yrði við skipasmíða- stöðina Brooke Marine um smíði skipsins og var kostn- aðarverð áætlað um 45 millj- ónir kr. Í Reykjavík hinn 17. maí 1966 undirrituðu Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegs- ráðherra, og A. C. Prouten, forstjóri Brooke Marine, samning um smíði skipsins. Samningurinn hljóðaði upp á 319 þús. sterlingspund eða 38,8 milljónir kr., þar af út- vegaði skipasmíðastöðin lán til fimm ára að upphæð 255 þús. sterlingspund eða um 31 milljón kr. Þessu til viðbótar var gert ráð fyrir að fiskileitar- tækin að viðbættum öðrum rafeinda- og fjarskiptatækjum kostuðu um 6 milljónir kr. Smíðanefndin lauk störfum í júní 1966 og varð úr að Jakob Jakobsson tæki að sér að sjá um smíði skipsins en honum til fulltingis voru þeir Jón Grímsson yfirvélstjóri og Sig- urður Lýðsson loftskeytamað- ur. Skipinu var hleypt af stokkunum 1. mars 1967. Við þá athöfn gaf Jóhanna Gunn- björnsdóttir, eiginkona Jak- obs, skipinu nafn Árna Frið- rikssonar fiskifræðings. Hann var fyrsti forstöðumaður fiski- deildar Atvinnudeildar háskól- ans og varð víðfrægur þegar honum tókst að sanna göngur Norðurlandssíldarinnar milli Noregs og Íslands. Hann var framkvæmdastjóri Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins árin 1954- 66. Í smíðasamningnum var gert ráð fyrir að smíði skips- ins lyki eigi síðar en í júnílok en af ýmsum ástæðum seink- aði smíðinni um tvo mánuði. Að loknum reynsluferðum var skipið afhent eigendum hinn 5. september 1967 og veitti Jakob Jakobsson skipinu við- töku fyrir hönd sjávarútvegs- ráðherra (9. mynd). Árni Frið- riksson RE 100 kom til Reykjavíkur 11. september. Í tilefni af komu skipsins var haldin athöfn í ráðherrabú- staðnum þar sem Eggert G. Þorsteinsson afhenti Hafrann- sóknastofnuninni skipið til eignar og reksturs og sagði við það tækifæri „að fjárhags- leg tilkoma m.s. Árna Frið- rikssonar væri sjálfsagt eins- dæmi í sögu skipabygginga á Íslandi. Sjómenn, útgerðar- menn og síldariðnaðurinn í landinu hefði ákveðið að eig- in frumkvæði að leggja á sig ákveðið gjald, með öðrum orðum lækka annars mögu- legar tekjur sínar um ákveð- inn hundraðshluta til að standa straum af byggingar- kostnaðinum“20. Davíð Ólafs- son, stjórnarformaður Haf- rannsóknstofnunarinnar, veitti skipinu móttöku og þakkaði ráðherra. Hann minntist á þann mun sem nú væri orð- inn á aðstöðu fiskifræðinga og haffræðinga frá því er áður var og taldi að enginn vafi væri á því að skipið ætti eftir að verða landi og þjóð til mikils gagns21. Árni Friðriks- son fór í sína fyrstu ferð til síldarleitar viku síðar. Öflugur sonar Allt frá því að hugmyndin um nýtt síldarleitarskip leit dags- ins ljós á haustdögum 1965 höfðu þeir Jakob og Sigurður Lýðsson átt í viðræðum við norska rafeindafyrirtækið Sim- onsens AS öðru nafni Simrad um kröfur Íslendinga til fiski- leitartækjanna í væntanlegu fiskileitarskipi. Þessar viðræð- ur leiddu í ljós að engin þau sonar-tæki sem Simrad hafði í reglulegri framleiðslu gætu svarað þeim kröfum sem gerðar voru. Niðurstaðan var sú að fyrirtækið myndi hefja framleiðslu á nýjum flokki tækja sem nefndur var Simrad Survey Sonar og var tækið sem sett var í Árna Friðriks- son með framleiðslunúmer 1. Vegna hins skamma fyrirvara sem Simrad hafði til að hefja framleiðslu á þessum nýju sonar-tækjum náðist ekki að fá þetta fyrsta tæki fyrir af- hendingu skipsins. Skipið kom því heim með bráða- birgða sonar-tæki frá Simrad. Þegar það fór í venjubundna eftirlitsskoðun til Brooke Mar- ine skipasmíðastöðvarinnar sex mánuðum síðar var bráðabirgðatækið tekið úr skipinu og Survey-sonarinn settur á sinn stað. Heimildir 1. Ingvar Hallgrímsson, 1971. Rann- sóknaskipið Bjarni Sæmundsson. Hafrannsóknir 1970, Smárit Haf- rannsóknastofnunarinnar 3, 6-13. 11. Gunnlaugur E. Briem, 1971. Ræða Gunnlaugs E. Briem, formanns bygginganefndar hafrannsókna- skipsins Bjarna Sæmundssonar, við komu skipsins til Reykjavíkur, 18. des. 1970. Hafrannsóknir 1970, Smárit Hafrannsóknastofnunarinn- ar 3, 14-17. 12. Leiðabók rs. Bjarna Sæmundssonar 1973. 13. Verður orkuskortur áfram í Höfn. Morgunblaðið, 30 desember 1973, bls. 48. 14. Smyrlabjargaárvirkjun farin í gang. Morgunblaðið, 8. janúar 1974, bls. 2. 15. Arnþór Gunnarsson, 2000. Saga Hafnar í Hornafirði: 1940-1975. 2. Bindi, bls. 90-91. Hornafirði: Sveit- arfélagið Hornafjörður, 548 bls. 16. Þjóðskjalasafn Íslands, Sjávarút- vegsráðuneytið 1991-B/62. 17. Athugun á smíði sérstaks síldarleit- arskips. Úr ræðu Eggerts G. Þor- steinssonar, sjávarútvegsráðherra, á aðalfundi L:Í.Ú. Morgunblaðið 27. nóvember 1965, bls. 15. 18. Vilja kaupa 30 millj. kr. leitarskip. Morgunblaðið 28. nóvember 1965, bls. 32. 19. Skýrsla stjórnar LÍÚ frá starfsárinu 1965-1966. 20. Ms. Árni Friðriksson til landsins í gær. Morgunblaðið 12. september 1967, bls. 1. 21. Frá komu Árna Friðrikssonar: Tímamót í fiskimálum Íslendinga. Alþýðublaðið 12 september 1967, bls 1 og 14. S A G A H A F R A N N S Ó K N A S K I P A N N A Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Ísfell er eitt öflugasta fyrirtækið á Íslandi í þjónustu við sjávarútveginn. Fyrirtækið rekur alhliða heildsölu með útgerðar-, björgunar- og rekstarvörur ásamt veiðafæragerð undir nafninu Ísnet. Sterk staða Ísfells markast helst af góðu vöruúrvali, þjónustu og mikilli þekkingu starfsfólks á íslenskum sjávarútvegi. Hafðu samband við sölumenn okkar og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! Allar gerðir bindivéla Stál- og plastbönd

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.